Auglýsing

Tökur á þriðju þáttaröð af Ófærð fara fram á Siglufirði næstu vikur

Áform eru á að taka upp þriðju þáttaröð Ófærðar, að hluta til, á Siglufirði í september og október. Búist er við að á milli 60 og 80 manns verði á Siglufirði við tökurnar, sem áætlað er að ljúki í kringum 9. október. Þetta kemur fram á trolli.is

Gerðar verða miklar ráðstafanir varðandi Covid-19 og meðal annars verður sérstakur ,,Covid Safety supervisor” á setti alla daga. Þá verður starfsfólk sem starfar við smink og búninga alltaf með grímur og einnig tökulið, þegar aðstæður eru þröngar. Allir verða hitamældir þegar komið er inn á sett.

Einhverjar senur verða teknar upp í Sundlaug Siglufjarðar og verður laugin lokuð á meðan.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing