Auglýsing

Opnun á nýrri sýningu Midpunkt 3. október

Einkasýning Wiolu Ujazdowska í menningarrýminu Midpunkt Hamraborginni, United States of Bees and Fish People byggir á nýlegum verkum listakonunnar sem fókusera á innflytjenda-verkastétt, sér í lagi á Norðurlöndunum, sem eiga uppruna sinn að rekja til fyrrum sovétlýðvelda Austur-Evrópu, en verkin fást við efnahaglegar og pólitískar hliðar þeirra fólksflutninga.

Verkefnið snýst ekki aðeins um félagslega og pólitíska rödd þessa hóps í íslensku samfélagi, hóps sem er gerður að staðalímyndum og upplifir oft mikla andúð, heldur einnig um tengingar og sambönd milli tegunda útfrá póst-húmanísku sjónarhorni þar sem meginpunkturin snýst um að vekja athygli á dýrum sem lægsta stiginu í stigveldi mannmiðaðs samfélags. Í þessari sýningu munu farandverkamenn og dýr mætast og speglast í hvort öðru.

Á síðustu þremur árum hefur Ujazdowska, bæði í gegnum reynslu sína og menntun á sviði fjölbreytileika, og í víðara sjónarhorni sem aktívisti og starfsmaður í menningarlífinu, rekist á óvænta málvísindalega og metafóríska tengingu milli dýranna og þessa fólks. Hvernig þeim var lýst á svipaðan máta. Niðurstaða hennar var sú að nýta hugmyndir Tom Regan um „subject of life‟ lífið sem viðfangsefni, sem hafnar stigveldi skepna og nytjahyggju. United States of Bees and Fish people skapar samtal milli dýraríkisins og siðmenningar með því að finna líkindi og menningarlegar hugmyndir með sérstökum fókus á samhengi við vinnu, stétt og kyngervi.

Þetta er myndlistarsýning um fólk sem er vanalega of hrætt eða jaðarsett til að nota listina sem tjáningarmáta eða er óvirkt í samfélaginu sem áhorfandi. Grunnurinn í listsköpun Ujazdowska er trú hennar á orð Joseph Beyus að „allir eru listamenn‟ sem hún hefur fylgt og unnið með frá upphafi.

Sýningin opnar í Midpunkt næsta laugardag, 3.október,  klukkan 18:00.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing