Auglýsing

Ók á rafskutlu í blauta steypu og þurfti aðstoð lögreglu

Í gærkvöldi, um sjöleytið, fengu lögregla og slökkvilið tilkynningu um mann sem þurfti á aðstoð að halda. Hann hafði ekið á rafskutlu inn á bílaplan sem nýbúið var að steypa en nýlokið hafði verið við að slétta úr steypunni, sem var enn blaut.

Rafskutlan sökk undir eins í steypuna og datt maðurinn sjálfur í hana. Í tilkynningu frá lögreglu segir að þeir hafi aðstoðað manninn á fætur ásamt því að skola steypuna af honum og rafskutlunni. Sjúkrabifreið var kölluð á svæðið og hlúðu sjúkraflutningamenn að manninum sem var að lokum sendur heim í sturtu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing