Ætli sé hægt að greina karaktereinkenni fólks út frá því hvernig það opnar/rífur upp morgunkornspakkann? Hélt ég vissi hverjum ég væri að fara að giftast… en verð alltaf smá efins þegar þetta blasir við mér á morgnana. pic.twitter.com/TqDeike9HN
— Asta Fjeldsted (@astafjeldsted) October 17, 2020
Þoli ekki þegar sonur minn (3) er að horfa á Samherjamyndböndin á Youtube og það koma einhverjar auglýsingar frá BYKO.
— Atli Fannar (@atlifannar) October 17, 2020
Civ6 kvöld hjá okkur hjónum í kvöld, þá spila ég Civ6 og hún gerir eitthvað annað.
— Hllgrmr Odssn (@hallgrimuro) October 17, 2020
Spjall í Hagkaup:
Strákur 1: „En gaur, ertu skotinn í henni?“
Strákur 2: „Æ ég veit það ekki, stundum er ég bara: vá ég myndi deyja fyrir hana. En stundum held ég að ég sé bara graður“
-Ó ég tengi elsku vinur ?— Kamilla Einarsdóttir (@Kamillae) October 17, 2020
Nágranni minn er með friðarliljuna sína í suðurglugga og vökvar hana allt of sjaldan. Ég reyni samt að hegða mér eðlilega og sleppa því að banka upp á og gefa ráð. Mjög erfitt.
— Karen Kjartansdottir (@karenkjartansd) October 17, 2020
Ég heyrði í 4.ára strák á leikskólanum nota orðið ástfangin sem mér fannst mjög áhugavert svo ég spurði hann aðeins út í það.
Ég: hvað er að vera ástfangin?
Hann: að horfa á einhvern og vera glaður.
Ég: enn hvað þýðir ást?
Hann: uuuuu ást er kona, er það ekki?
— Valgerður Agla (@valgerdursvagla) October 17, 2020
Unga stelpan sem hringdi inn á Rás 2 til að biðja þau um að spila Hatara á meðan hún tæki til í herberginu sínu er pure vibes
— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) October 17, 2020
Væntingar: samfestingur með fullt af píkum á.
Veruleikinn: þetta eru rugby boltar.
Lærdómur: ekki versla eftir 6 glas ? pic.twitter.com/kAetlLr7iD— Margrét Þ. S. Aradóttir (@iwasneverask8er) October 17, 2020
Þarf ég að hafa áhyggjur af syni mínu? pic.twitter.com/5ubEAsFMn7
— Theodór Ingi (@TeddiLeBig) October 17, 2020
*pabbi hóstar*
Ég: pabbi, ertu með covid-19?
Mamma: hvernig hefði pabbi þinn átt að næla sér í covid-19… í gegnum tölvupóstsamskipti við Jón Ólafsson?— Jakob Birgisson (@jakobbirgis) October 17, 2020
mér líður eins og þetta sé slæmur tími til að spyrja hvað stjórnarskrá sé nákvæmlega þannig ætla bara að sleppa því
— karó (@karoxxxx) October 17, 2020
Fokka mér up 21 árs: drekka pela af vodka og detta úr gluggasillunni á Prikinu
Fokka mér upp 31 árs: Sofna með barninu klukkan átta og vakna klukkan 12 algjörlega óviss hver ég er eða hvort ég hafi verið a vakna af blundi eða úr dái pic.twitter.com/1ZePf9pWBe— Sunna Ben (@SunnaBen) October 17, 2020
En ekki í prófarkalestri pic.twitter.com/NichyTN3aQ
— Már Ingólfur Másson (@maserinn) October 16, 2020
Þessi sóttvarnapirringur í fótboltamönnum var viðbúinn. Þeir eiga almennt mjög erfitt með komseptið reglur. Hef séð marga fótboltaleiki. Þeir misskilja öll fyrirmæli og eru steinhissa á öllu sem er sagt og gert.
— Guðmundur Gunnarsson (@gummigunnars) October 16, 2020
Var spurð um skilríki í ríkinu áðan. Að sjálfsögðu þakkaði ég afgreiðslumanninum fyrir hrósið. Hann benti mér pent á grímuna mína.
Þar fór það.
— Særún Pálmadóttir (@saerunosk) October 16, 2020
Keypti Halloween beinagrind handa syninum í Bónus í dag. Hann sagði mér að hún væri litli bróðir hans og ég samþykkti það. Þá fór hann af stað og sagði öllum sem hann sá í búðinni að hann ætti lítinn bróður sem væri dáinn. Ég fékk mörg samúðarþrungin augnaráð. Langaði að hverfa.
— Aldís Coquillon (@aldis_asgeirs) October 16, 2020
er einhver sem þekkir þarna autocorrect liðið? bara koma því til þeirra að orðið KOMA sé orð í íslensku og þurfi alls ekki að breyta því í KIMA, miðaldra notendum sem eru stöðugt að segja gestum sínum að KIMA á réttum tíma, til ama. annars bara góður
— Felix Bergsson (@FelixBergsson) October 16, 2020
Góður dagur til að standa ofan á klósettinu, brjóta lokið og detta ofan í það pic.twitter.com/xf4eMKKlUL
— Adda (@addathsmara) October 16, 2020
óraunhæft langtímamarkmið í lífinu: ná að labba einu sinni út frá lækni án þess að spyrja “á ég að loka hurðinni”
— slemmi (@selmalaraa) October 16, 2020
Haltu kjafti, ég er upptekin við að halda geðheilsunni í þriðju bylgjunni. pic.twitter.com/La898VuPz4
— Ólöf Hugrún (@olofhugrun) October 16, 2020
Mikilvægt að hreyfa sig segiði. Fór sannarlega í göngutúr í gær en endaði í skóbúð og hef núna ekki efni á að hreyfa mig meira í bili.
— Berglind Festival (@ergblind) October 16, 2020
Ódýrara að flúga til London en að taka leigubíl uppí Grafarholt af Kaffibarnum ??♀️ pic.twitter.com/mQQs0zamr2
— Auður Kolbrá (@AudurKolbra) October 16, 2020
Dreymir um Veirulokahátíð:
– Kveikt í settinu hjá Heima með Helga
– Orðinu fordæmalaust reist níðstöng
– Heimsmet í hópknúsi
– Framlínufólk fær VIP meðferð
– Þórólfur stýrir brekkusöng
– Kári keppir í sjómann við alla þá sem hann hefur svarað með blaðagreinFleiri hugmyndir?
— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) October 15, 2020
Kæru foreldrar! Verð ég alltaf svona þreytt?
Ég held að ég viti svarið.— Margrét Erla Maack (@mokkilitli) October 15, 2020