Auglýsing

Kona lést í eldsvoðanum í Borgarfirði

Tilkynning um eldsvoða í íbúðarhúsi sveitabæjar í Hálsasveit í Borgarfirði barst rétt fyrir klukkan sex í gærkvöldi og var allt tiltækt lið slökkviliðs Borgarfjarðar kallað út.

Húsið er gjörónýtt eftir brunann en það tók slökkvilið um þrjá klukkutíma að ná tökum á eldinum.

Kona var í húsinu þegar eldurinn kom upp og lést hún í brunanum. Ekki er vitað um eldsupptök en lögreglan á Vesturlandi, ásamt tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, rannsakar nú brunann.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing