J-deginum vinsæla, sem markað hefur upphaf sölu jólabjórs frá Tuborg, hefur verið aflýst í ár sökum aðstæðna í þjóðfélaginu. Dagurinn, sem notið hefur mikilla vinsælda undanfarin ár, fellur því niður í fyrsta sinn. Þær aðstæður sem nú eru uppi vegna Covid-19 gera það að verkum að ekki verður hægt að útfæra hann með öruggum hætti og því hefur þessi erfiða ákvörðun verið tekin.
Hinir fjölmörgu aðdáendur Tuborg jólabjórsins fá þó gleðifréttir samhliða þessu, því ákveðið hefur verið að hefja sölu jólabjórs viku fyrr en undanfarin ár og því verður Tuborg jólabjórinn, líkt og aðrar tegundir jólabjóra, fáanlegur í hillum vínbúða frá og með fimmtudeginum 5. nóvember nk. Hið sama gildir um þá veitingastaði sem opnir verða samkvæmt gildandi reglum.
„Við færum því einfaldlega J-daginn inn á heimili unnenda Tuborg jólabjórsins og segjum: Gleðilegan J-dag 5. nóvember!“, segir í tilkynningu.
J-dagurinn er að danskri fyrirmynd þar sem hann hefur verið haldinn hátíðlegur fyrsta föstudag hvers nóvembermánaðar, allt frá árinu 1981. Markar dagurinn upphaf sölu á jólabjórnum frá Tuborg á öldurhúsum og veitingastöðum landsins og er öllu til tjaldað til að skapa sem eftirminnilegasta upplifun fyrir gesti. Jólabjórinn frá Tuborg er lang vinsælasti jólabjór landsins og hefur um áraraðir skipað sér veglegan sess í hátíðarhaldi fjölmargra bjórunnenda.