Auglýsing

Siggi Gunnars stýrir bingói í beinni

Annað kvöld fer fram bingó í beinni útsendingu á mbl.is og hefst gleðin á slaginu 19:00.

Þetta verður sannkölluð fjölskylduskemmtun með glæsilegum vinningum. Útvarpsmaðurinn Siggi Gunnars verður bingóstjóri og skemmtikrafturinn Eva Ruza verður honum til halds og trausts.

„Það var virkilega gaman að fá þetta verkefni upp í hendurnar, að stýra bingói á mbl.is. Það er kannski allt of oft sagt þessa dagana að við þurfum eitthvað til að gleðja okkur en það er bara þannig og hvað er betra en bingó til þess að brjóta daginn aðeins upp?“ segir Siggi Gunnars í samtali við k100

Það er einfalt að vera með, fólk sækir einfaldlega bingóspjöld inn á mbl.is/bingo og fylgist svo með útsendingunni í beinni á fimmtudagskvöld kl. 19.00. Þú þarft svo ekki að hrópa upp BINGÓ þegar þú færð svoleiðis, nóg er að smella á bingótakkann hliðina á spjaldinu, en ég mæli samt alltaf með því að lifa sig inn í aðstæðurnar og hrópa bingó heima í stofu,“ segir hann og hlær.

Svona tekur þú þátt:

Þátttaka verður takmörkuð og því nauðsynlegt að hafa snör handtök.

Til að vera með verður þú að horfa á beina útsendingu á mbl.is.

Þátttaka kostar ekkert.  Þú skráir þig einfaldlega inn á síðunni og nærð í fyrsta spjaldið þitt.

Hægt að bæta við tveimur spjöldum í viðbót með því að horfa á auglýsingu.

Hver bingóspilari má vera með alls þrjú spjöld.

Til að ná í spjöld smellir þú á hlekkinn „Sækja bingóspjöld“.

Fyrir bestu upplifunina mælum við með að horfa á útsendinguna í einu tæki og spila í öðru.

Fyrst verða spilaðar allar B-I-N-G-O-raðirnar, síðan allt spjaldið.

Þegar þú færð BINGÓ verður þú að tilkynna það strax á meðan útsending stendur yfir með því að ýta á Bingo-takkann við spjaldið. Kerfið les strax úr upplýsingunum og lætur þig vita hvort um alvöru BINGÓ sé að ræða. Ekki er hægt að tilkynna BINGÓ eftir að útsendingu lýkur.

Ef þú ert með BINGÓ þá færðu upplýsingar sendar í símann þinn um tilhögun afhendingar vinnings.

Fjöldi vinninga í boði og allir sem fá BINGÓ fá vinning

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing