Auglýsing

Súper einfalt og gott Spaghetti Carbonara

Hráefni:

  • 500 g spaghetti
  • 4 eggjarauður
  • 175 ml rjómi
  • 85 gr rifinn parmesan
  • svartur pipar
  • 75 gr beikon

Aðferð:

1. Setjið eggjarauður í skál ásamt rjóma, parmesan og svörtum pipar. Hrærið þessu vel saman.

2. Steikið beikon á pönnu þar til það verður vel stökkt. Leggið það til hliðar á disk og skerið það í litla bita.

3. Sjóðið pasta í 3-4 mín, þá verður það ekki alveg mauksoðið heldur með smá biti í: ´al dente´. Takið 1 dl af pastavatninu til hliðar áður en pastað er sigtað.

4. Setjið pastað á pönnuna ásamt steikta beikoninu. Blandið þessu saman og takið svo pönnuna af hitanum. Hellið þá eggjablöndunni yfir pastað og blandið vel saman. Bætið smá pastavatni saman við ef sósan er of þykk. Toppið með ferskum parmesan og svörtum pipar. Berið fram strax.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing