Auglýsing

Covid rétt að byrja ef danska veiran reynist ónæm fyrir bóluefninu segja breskir fjölmiðlar

Það eru allir orðnir þreyttir á Covid ástandinu en vonir stóðu til þess að nýtt bóluefni gæti leyst málið í upphafi ársins 2021. Nú er því miður komið nýtt afbrigði af veirunni í minkum frá Danmörku sem gæti verið ónæmt fyrir bóluefninu. Ef þetta verður staðfest og berst í menn þá þarf að búa til nýtt bóluefni til að takast á við nýja afbrigðið.

Það þýðir að allt fer á byrjunarreit sem er hræðilegt að heyra eftir allt sem á undan er gengið. Að vísu höfum við lært mikið og því er hugsanlega hægt að lágmarka áhrifin af nýja veiruafbrigðinu.

En slæmu fréttirnar eru að ef þetta gerðist einu sinni þá getur þetta gerst aftur. Það gætu komið upp ný afbrigði reglulega sem öll þyrftu sitt hvort bóluefnið. Það myndi þýða að Covid sé rétt að byrja en ekki að klárast.

Vonandi eru þetta óþarfa áhyggjur enda ömurlegt að þurfa að vera mikið lengur í þessu ástandi. Við verðum þó að sætta okkur við niðurstöðuna og reyna að lifa þetta af.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing