Söngkonan Regína veiktist af kórónuveirunni fyrir um 7 mánuðum og er ennþá að eiga við eftirköstin af veirunni. Hún finnur ennþá ekki almennilega bragð af mat og nánast enga lykt.
„Ég finn aldrei góða lykt, ef ég finn lykt þá er hún vond,“ segir Regína.
„Ég veiktist kannski ekki illa eins og margir og lenti ekkert á sjúkrahúsi. Ég veiktist í rauninni svolítið vægt en eftir á að hyggja var þetta svolítið töff.“
„Þetta var alveg mikill hausverkur og lyktar- og bragðskynið fór eins og hjá svo mörgum öðrum og bara svona mikið slen. Maður var bara ekki maður sjálfur, rosalega mikið kvef og þrýstingur í höfði. Núna veit ég hvernig mígrenissjúklingum líður, ég fékk bara svona höfuðverkjaköst.“
Vala Matt heimsótti Regínu Ósk á dögunum í þættinum Ísland í dag, sem sýndur er á Stöð2