Auglýsing

„Takk fyr­ir að standa í þessu með okk­ur“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra birti pistil í Morgunblaðinu í dag. Í pistlinum beinir hún hvatningarorðum sínum til ungs fólks í landinu og þakkar þeim fyrir að standa í þessu með okkur.

Þar skrifar hún meðal annars:

„Þér er ef­laust búið að leiðast, þykja þetta allt ósann­gjarnt og skrýtið – en hef­ur þó reynt að gera það besta úr aðstæðum. For­eldr­ar þínir eru meira og minna heima að vinna, það heyr­ir til und­an­tekn­inga að þú hitt­ir vini og kunn­ingja, það er búið að slá af öll íþrótta­mót, stóra syst­ir missti af út­skrift­ar­ferðinni í vor og litli bróðir gat ekki haldið al­menni­lega ferm­ing­ar­veislu.“
„Það var búið að segja þér að þessi ár væru þau skemmti­leg­ustu, að á þess­um árum mynd­ir þú kynn­ast fullt af nýju fólki, eign­ast vini fyr­ir lífstíð, að þú gæt­ir verið í námi, íþrótt­um, vinnu og fé­lags­starfi en þess í stað ertu að mestu heima og hitt­ir gömlu (en góðu) vin­ina í gegn­um sím­ann.“
„Þú þarft þó að muna að þú ert klár og mátt því ekki hætta að hugsa um framtíðina. Sam­fé­lagið mun þurfa á kröft­um þínum að halda og þú ert að öðlast reynslu sem mun nýt­ast þér alla ævi.“
Pistilinn má lesa í heild sinni hér

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing