Auglýsing

Hægeldað lambalæri með hvítlauk og rósmarín

Hráefni:

  • 2 kg lambalæri
  • Salt og pipar
  • 1.5 msk ólívuolía
  • 1 heill hvítlaukur, skorinn í tvennt þvert á geirana
  • 1 laukur, skorinn í fernt
  • 2 rósmarín stilkar
  • 750 ml nautasoð
  • 500 ml vatn

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 170 gráður með viftu/150 gráður án viftu

2. Setjið hvítlaukinn, laukinn og rósamarín stilka í eldfast mót. Leggið lambalærið ofan á og kryddið það rausnarlega með salti og pipar á báðum hliðum.

3. Dreifið smá ólívuolíu yfir og hellið næst nautasoði meðfram lambalærinu. Lokið þessu næst með álpappír. ( ekki nota lok, því það er gott að það nái að komast út smá gufa )

4. Setjið þetta í ofninn í 4 klst. Takið þetta þá úr ofninum og takið álpappírinn af. Setjið þetta aftur inn í ofninn í 40-45 mín. Leyfið lærinu að standa í nokkrar mín þegar það kemur úr ofninum og berið svo fram.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing