Hin 24 ára gamla Anya Taylor-Joy hefur heldur betur slegið í gegn í hlutverki sínu sem skáksnillingurinn Beth Harmon í Netflix þáttunum The Queen’s Gambit.
Í viðtali við TheSun segir segist hún helst ekki horfa á bíómyndirnar sem hún leikur í.
„Ég fer ekki í kvikmyndahús og horfi á myndirnar mínar, heldur er ég búin að sjá þær áður. Það fallega við að vera inni í líkama sínum er að maður þarf ekki að horfa á sitt eigið andlit,“ segir hún.
En leikkonan segist aldrei hafa litið á sig sem fallega.
„Mér finnst ég ekki nógu falleg til að leika í kvikmyndum. Þetta hljómar aumkunarvert og kærastinn minn segir að fólki muni finnast ég vera fáviti fyrir að láta þetta út úr mér, en mér finnst ég líta frekar furðulega út.“
Anya lék fyrir stuttu hlutverk Emmu í samnefndri kvikmynd, eftir skáldsögu Jane Austin, og segist hún hafa orðið virkilega stressuð þegar hún tók við hlutverkinu.
Ég fékk algjört kvíðakast yfir Emmu þar sem að mér fannst ég vera „fyrsta ljóta Emman“ og ég gæti hreinlega ekki gert þetta. Sérstaklega þar sem að fyrsta setningin í myndinni er: „Ég er myndarleg, klár og rík“
Hér fyrir neðan má sjá brot úr þættinum The Queen’s Gambit.