Auglýsing

„Ég hef stundum hugsað um það eftir á hvort mig hafi skort ákveðna nánd“

Jakob Frí­mann Magnús­son er nýj­asti gest­ur­inn í podcasti Sölva Tryggva­son­ar. Jakob var ung­ur kom­inn á samn­ing sem tón­list­armaður er­lend­is á tím­um þegar afar fáir Íslend­ing­ar reyndu fyr­ir sér utan landsteinana. Hann legg­ur mikið upp úr heilsu­sam­legu lífi, enda þekkt­ur fyr­ir að vera ung­leg­ur. Jakob seg­ist alltaf hafa verið við frá­bæra heils­um en seg­ist þó lík­lega ekki hafa gert sér grein fyr­ir lang­tíma­áhrif­um þess að hafa verið hætt kom­inn sem unga­barn eft­ir að hafa drukkið glas af terpentínu á vinnu­stofu móður sinn­ar.

„Ég man ekki eft­ir því að hafa orðið fyr­ir nein­um heilsu­bresti í gegn­um tíðina og nán­ast blygðast mín fyr­ir að segja það. En það er einn þátt­ur sem ég hef aðeins leitt hug­ann að und­an­farið, sem senni­lega hef­ur haft meiri áhrif á líf mitt og heilsu en ég áttaði mig á. Það var í frum­bernsku þegar ég er eins árs gam­all í Kaup­manna­höfn. Móðir mín var flink­ur list­mál­ari og hún var ein­hvern tím­ann að mála og var búin að setja pensl­ana í terpentínu­glas til að hreinsa þá og svo hring­ir sím­inn og hún hleyp­ur í hann og á meðan fer óvit­inn í þetta rauða glas og gúlp­ar í sig terpentín­unni í sig.“

„Þetta hafði ör­ugg­lega heil­mik­il áhrif á heils­una mína að það hafi komið svona mik­il terpentína í kerfið á mér þegar ég var unga­barn. Það var farið með mig upp á spít­ala og dælt upp því sem hægt var en svo hef­ur þetta ör­ugg­lega sest eitt­hvað inn í kerfið, á lenda­svæðið og fleiri staði. Senni­lega hef­ur það tekið lík­ama minn al­veg þangað til að síðustu ára­mót­um að hreinsa þetta allt sam­an al­veg út. En ég vona að ég verði svo hepp­inn að fá að halda minni góðu heilsu og orku sem allra lengst.“

Jakob segist þakklátur fyrir uppvaxtarár sín en eftir á að hyggja hafi hann líklega skort ákveðna nánd sem hafi mótað hann.

„Fyrstu árin frá eins árs aldri til fimm ára aldurs elst ég mikið upp hjá afa mínum og ömmu af því að foreldrar mínir bjuggu í New York. Þetta voru öðruvísi tímar en nú og þeim leist ekki alveg á hugmyndina að vera með pínulítið barn í þessari stóru og hættulegu borg. Ég átti þarna frábæra tíma hjá afar góðu fólki, en ég hef stundum hugsað um það eftir á hvort mig hafi skort ákveðna nánd. Það hefur aðeins leitað á mig þetta blueprint sem við verðum á fyrstu fimm til sjö árum ævi okkar. Ég var að leita að mömmunni, en fann hana ekki og hvíldi í faðmi ömmu minnar í staðinn og í knús hjá henni. En hún hafði upplifað fyrri heimsstyrjöldina, spænsku veikina, berklana og seinni heimsstyrjöldina, þannig að sýkingarhætta og smithætta var ofarlega í hugum fólks og mig skorti því eftir á að hyggja líklega nánd og það hefur að einhverju leiti mótað mig. Maður sér þetta betur núna þegar maður er kominn á þennan stað í lífi sínu að geta horft yfir þetta með ákveðinni yfirsýn.“

Í þættinum ræða Sölvi og Jakob um ótrúlegan feril Jakobs í tónlistinni, á hvaða vegferð Ísland er, lykilinn að því að halda sér ungum í anda og margt fleira.

Þátt­inn í heild sinni má finna hér fyr­ir neðan.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing