Bæjarstjórn Reykjanesbæjar fundaði í beinni útsendingu á Youtube í gær.
Fundinn sátu þau Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Guðbrandur Einarsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Díana Hilmarsdóttir, Margrét Sanders, Regína Fanný Guðmundsdóttir, Margrét Þórarinsdóttir, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar og Friðjón Einarsson.
Bæjarfulltrúi Miðflokksins í Reykjanesbæ ræddi á fundinum um forsendur fjárhagsáætlunar bæjarins. Þegar hún hafði lokið máli sínu þá slökkti hún á myndavélinni, en áttaði sig ekki á því að hljóðneminn var ennþá á, og kallaði á börnin sín:
„Krakkar ég þarf hleðslutækið mitt núna.“
Alltaf sami hasarinn í bæjarstjórnarpólitíkinni í Reykjanesbæ. pic.twitter.com/URvUzDSkEP
— Grétar Þór (@gretarsigurds) December 1, 2020
Atvikið má einnig sjá hér fyrir neðan á mínútu 2:25:10.