Vetrarfærð er á landinu og slæmt ferðaveður víða. Margir vegir eru ýmist lokaðir eða ófærir á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi.
Mikill erill hefur verið hjá björgunarsveitum síðan snemma í morgun við að aðstoða ökumenn sem lent hafa í vandræðum vegna færðar og veðurs. Flest verkefnin hafa verið á verið á norður- og vesturlandi en engar tilkynningar hafa borist um slys á fólki. Þetta kemur fram á Facebook síðu Slysavarnafélags Landsbjargar.
Ökumenn er hvattir til að fylgjast vel með upplýsingum um færð og veður áður en haldið er í ferðalög milli landshluta.