Lögreglan biður fólk um að fara afskaplega varlega með tilkynningar sem það er að fá í skeytum. Þetta kemur fram á Facebook síðu Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu.
„Farið afskaplega varlega með tilkynningar sem þið eruð að fá, síðustu daga höfum við fengið mikið af tilkynningum um að verið sé að senda svindl í nafni Póstsins, DHL, Netflix og Útilíf. Athugið að þetta er það sem við vitum af núna en listinn er ekki tæmandi. Það er samstarf margra aðila að vinna í því að loka á þessa tengla en við náum ekki að loka á allt.“
„Fólk verður að sýna aðgát þegar það fær svona tengla. Í öllum ofan töldum málum hefur verið hægt að sjá að þetta er svindl með að setja bendilinn yfir slóðina og þá kemur eitthvað skrýtið.“
VARÚÐ NETSVINDL
Farið afskaplega varlega með tilkynningar sem þið eruð að fá í skeytum, síðustu daga er verið að senda…
Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Föstudagur, 11. desember 2020