Um kvöldmatarleytið í gær kom upp eldur í verslunarhúsnæði við Miðvang í Hafnarfirði.
Mikill viðbúnaður var hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins vegna atviksins en greiðlega gekk að slökkva eldinn. Að sögn varðstjóra í slökkviliðinu kom eldurinn upp í rými með sérinngangi og náði ekki að breiðast út í fleiri rými. Þetta kemur fram á vef mbl.is