Það barst í fréttir í síðastliðinni viku þegar kór Langholtskirkju birti skemmtilegt myndband á Facebook-síðu sinni, í ljósi þess að ekki kórinn getur ekki haldið jólatónleika í ár. Kom innslagið m.a. á vef Ríkisútvarpsins og í sjö fréttum sama dag.
Nú hefur Gómakórinn leikið myndbandið eftir á sprenghlægilegan máta, enda eru meðlimir kórsins allir með munnstykki upp í sér sem flækir sönginn umtalsvert. Munnstykkið fylgir með borðspilinu Kjaftæði, sem fæst í öllum verslunum landsins og er á meðal vinsælustu spila þessi jólin. Borðspilið ber nafn með rentu, enda verður nánast allt sem vellur upp úr manni með góminn í munni að algjöru kjaftæði.