Þegar maður kemur við í sjoppunni á leigubílastöðinni á Akureyri og það gellur í kallkerfinu: Bíll númer sjö, bíll númer sjö, fara til Stulla og sækja Binna, er ljóst að maður býr í smábæ.
— Logi Einarsson (@logieinarsson) December 19, 2020
spurði þrjá 7 ára gaura, eftir að einn þeirra kallaði “helv hommatittarnir ykkar” á eftir nokkrum bekkjarfélögum, hvort þeir vissu hvað orðið “hommi” þýddi
fékk svarið: “já, það þýðir að vera lélegur í einhverju”
— Vally ⚧ (@kynsegin) December 19, 2020
++
Haldiði að rúmapissir hafi ekki komið til byggða í nótt hahah pissaði bara á allt rúmið mitt á meðan ég svaf
— Atli Sig (@atlisigur) December 19, 2020
Í dag átti að vera brúðkaupsdagurinn okkar, taka tvö, og bara á þessu ári. Það er búið að gæsa mig fimm sinnum, ég get ekki meira af typpakökum og glimmeri. Hjálp!
— Nína Richter (@Kisumamma) December 19, 2020
Djúpnæring í hárinu og háreyðingarkrem á fótunum, nú get jólin komið.
Nema ég hafi ruglast og sett háreyðingarkrem í hárið og djúpnæringu á fæturna þá koma ekki jól fyrr en eftir 3 ár mbkv.— Bríet “Bjúgnakrækir” Jóhannsdóttir (@thvengur) December 19, 2020
Spurning um að tala bara saman? pic.twitter.com/V0KYEJifKC
— Steingrímur (@Arason_) December 19, 2020
Sonur minn fæddist 2008. Alheimshrun. Dóttir mín fæðist 2020. Heimsfaraldur. Ég bóka herraklippingu á mánudaginn. Engar áhyggjur.
— Stefán Árni Pálsson (@stebboinn) December 19, 2020
Þá er loksins komið að því að fara yfir 10 bestu kvikmyndirnar sem ég sá árið 2020
2: Skoppa og Skrítla í Bíó
1: Terminator 2Listinn er tæmandi.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) December 18, 2020
Kannski er það bara ég..en er þetta Bjarni Ben að fara með hlutverk í myndinni CATS pic.twitter.com/6MNGRZjZFn
— Gudni Halldórsson (@GudniKlipp) December 18, 2020
Það eru enn blokkir í borginni þar sem íbúar skreyta svalirnar sínar allir eins. Nema einhver einn sem er með hvítar perur þegar allir aðrir eru með rauðar og grænar. Ég er svo forvitin eiganda þeirrar íbúðar. Er verið að senda einhver skilaboð? Og hvaða skilaboð þá?
— Dr. Margrét (@MargretVaff) December 18, 2020
Æ hvað á ég að gefa frænda í 10.bekk? Símanúmer hjá landasala?
— Kamilla Einarsdóttir (@Kamillae) December 18, 2020
Birgir: „Já og hjá mér hérna er Víðir Reynisson sem ætlar að svara fyrir það af hverju hann er að reyna stela stílnum mínum“ pic.twitter.com/Z4IMSAmE6q
— Magnús H. Jónasson (@Maggih90) December 18, 2020
Konan sem vildi aldrei gæludýr á heimilið, hún mamma mín, er ekki að gefa mér nógu mikla athygli á afmælisdeginum mínum því hún er of upptekin við að pakka inn 4 jólagjöfum sem hún keypti fyrir köttinn sinn
— Lenya Rún (@Lenyarun) December 18, 2020
Þetta Covid tímabil hefur reynt á alla og þá sérstaklega handrukkara. Það er erfitt að lemja fólk í gegnum Zoom.
— Theodór Ingi (@TeddiLeBig) December 18, 2020
Þegar ég var 14 ára hjálpaði ég mömmu vinar míns að flytja. Hún ætlaði að bjóða okkur í pizzaveislu.
Ég er enn að hugsa hvenær hún ætlar að halda hana, hún verður epic…— Kolbeinn Karl ? (@KolbeinnKarl) December 18, 2020
Ég og allir strákarnir á leiðinni á djammið eftir bólusetningu pic.twitter.com/uJQnA21kmd
— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) December 18, 2020
Mamma: eg horfði a rosa ahugaverðan þatt um daginn
Eg: einmitt eg horfði með þer
M: *ustkyrir hvert smaatriði ur þættinum*— er patREKUR VIÐ? (@kuldaskraefa) December 18, 2020
Elska að hafa átt spjall við gamlan félaga sem er búin að moka öllu mögulega uppí nef og inn í líkamann sinn hann treystir ekki bóluefni gegn covid ?
— Sigrun Skaftadottir (@sigrunskafta) December 17, 2020
Nú þegar ræktin hefur verið lokuð í nokkra mánuði taka allir á Íslandi jafn mikið í bekk.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) December 17, 2020
Guð blessi konuna í Elko áðan sem hrópaði „ÞÚ GETUR EKKI SKYLDAÐ MIG TIL AÐ VERA MEÐ GRÍMU HÉRNA INNI“ á einhvern hlutastarfs Securitas starfsmann á meðan aumingja unglingssonur hennar starði gat ofan í gólfið á meðan, með grímu á sér. Fight that good fight.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) December 17, 2020
Þegar ég var 12 ára sagði maður sem las í lófa að ég gæti orðið fótamódel. Í mörg ár nýtti ég hvert tækifæri til að sýna fínu leggina mína og það var ekki fyrr en ég var 25 að mamma benti mér á að maðurinn hafði sagði photo model, ekki fótamódel. Það meikar meiri sens.
— Steiney Skúladóttir (@steiney_skula) December 17, 2020
Guttinn minn vann stærsta vinninginn í bingói í skólanum sínum.
Við höldum að það hafi verið bíómiðar, sælgæti og pizzuveislur meðal annars í fyrsta vinning. Við erum ekki viss af því að hann gaf öllum vinum sínum vinningana af því að þeir unnu ekki neitt. pic.twitter.com/aW1gdtfTme— €irikur Jónsson (@Eirikur_J) December 17, 2020
Setti á mig augabrúnalit í hádeginu, gleymdi því fullkomlega og svaraði svo yfirmanneskju minni svona (sem brá aðeins ?) þegar hún bjallaði á mig á Teams áðan. Ég e mjö fín.?? pic.twitter.com/ZYEkRiEEKP
— Ólöf Hugrún (@olofhugrun) December 17, 2020
Stundum þigg ég kvittun í Krónunni svo að ófjárráða kassastarfsmaðurinn haldi ekki að ég sé með allt niður um mig í fjármálunum ?
— Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir (@HeklaElisabet) December 16, 2020
Hvaða hráefni vantar Pfizer í þetta bóluefni? Er þetta eitthvað sem við getum smalað saman úr eldhússkápunum?
Ég á t.d mjög mikið af þurrgeri síðan úr 1. bylgju er það eitthvað?— Ólöf Anna (@olofanna) December 16, 2020