Tónlistarmaðurinn Daði Freyr setti inn færslu á Twitter þar sem hann óskar eftir aðstoð við gerð lagsins sem verður framlag Íslands í Eurovision 2021.
„Hæ ég heiti Daði Freyr. Ég mun, ásamt Gagnamagninu, taka þátt í Eurovison 2021. Lagið er næstum því tilbúið en ég þarf þína aðstoð, “ skrifar hann.
Hann segist þurfa stóran kór fyrir kafla í laginu og leitar á náðir almennings. Alls vantar Daða sjö mismunandi raddir í kórinn. Hann biður áhugasama um að senda upptöku af sér að syngja eina rödd eða fleiri á netfangið gagnamagnidchoir@gmail.com. Skilafrestur er til 11. janúar.
Þá setur hann einnig inn slóð á leiðbeiningar um sönginn sem hann óskar eftir.
I need your voice!
I’m putting together a choir for the @Eurovision 2021 song.
Here are the voices I will need:https://t.co/3kPNXWH8M8
Please send your audio files to gagnamagnidchoir@gmail.com
Deadline is January 11th
Thank you <3 pic.twitter.com/gvcNWE7xFz— Daði Freyr ? (@dadimakesmusic) January 4, 2021