Auglýsing

Bakaður Brie í smjördeigi með karamelliseruðum lauk

Hráefni:

  • Ólívuolía
  • 1 1/2 laukur, skornir í þunnar sneiðar
  • Salt og svartur pipar
  • 1 tsk púðursykur
  • 2 msk balsamic edik
  • 1 tsk ferskt timjan
  • 1 Brie ostur
  • 1 smjördeig
  • hveiti
  • 1 egg, pískað
  • Kex eða baquette brauð

Aðferð:

1. Hitið ólívuolíu á pönnu og steikið laukinn þar til hann verður fallega gyllur. Kryddið til með salti og pipar. Þetta getur tekið 10-15 mín. Þegar laukurinn hefur tekið á sig gylltan lit fer púðursykurinn á pönnuna ásamt balsamic edikinu. Leyfið þessu að malla í aðrar 3-5 mín og hrærið stanslaust í á meðan. Í lokin fer 1 tsk timjan saman við, þetta er tekið af pönnunni og látið kólna.

2. Setjið örlítið hveiti á vinnuborðið og fletjið út smjördeigið. Leggið Brie ostinn í miðjuna og setjið karamelliseraða laukinn ofan á hann. Lokið ostinum með deiginu, eins og litlum pakka. Penslið með eggi.

3. Hitið ofninn í 200 gráður og leggið bökunarpappír á ofnplötu. Setjið ostinn á ofnplötuna og bakið í 35-40 mín eða þar til þetta er orðið fallega gyllt á lit. Leyfið þessu að standa í 10 mín áður en þetta er borið fram.

4. Berið fram með kexi eða baquette brauði.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing