Auglýsing

Tilnefningar til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna, Storytel Awards

Tutt­ugu bæk­ur í fjór­um flokk­um voru til­nefnd­ar til Íslensku hljóðbóka­verðlaun­anna, Storytel Awards 2021. Verðlaunahátíðin er árlegur viðburður þar sem hljóðbókaunnendur og framleiðendur fagna saman útgáfu vönduðustu hljóðbóka undangengins árs. Höfundar ásamt lesurum, og í sérstökum tilfellum þýðendur, eru verðlaunaðir í fjórum bókaflokkum, en þeir eru barna- og ungmennabækur, glæpasögur, skáldsögur og óskáldað efni. Verðlaunaafhendingin fer fram í Hörpu þann 25. mars næstkomandi.

25 hljóðbækur úr hverjum bókaflokki sem komu út á síðasta ári og fengu mesta hlustun og flestar stjörnur hjá Storytel fóru í almenna kosningu. Þar var fólki gefinn kostur á að kjósa sinn uppáhaldstitil í hverjum flokki fyrir sig í opinni kosningu. Í kjölfarið fara nú fimm efstu bækur hvers flokks úr kosningunni fyr­ir fag­dóm­nefnd­ir sem er skipuð af Sverri Norland rit­höf­undi, Guðrúnu Sóleyu Gestsdóttur sjónvarps­konu, Elvu Ósk Ólafsdóttur leikkonu og Sæv­ari Helga Braga­syni­, Stjörnu-Sæv­ari, sem velja að lok­um sig­ur­veg­ara. Að auki mun yngri kyn­slóðin fá sína full­trúa í vali í barna- og ung­menna­flokki.

Dóm­nefnd­in mun hafa það að leiðarljósi að líta heild­stætt á hvert verk enda er það trú aðstand­enda verðlaun­anna að með vönduðum lestri á góðu rit­verki megi bæta við upp­lif­un les­and­ans og hljóðbók­in sé þannig sjálf­stætt verk. Því verða ekki aðeins rit­höf­und­ar verðlaunaðir held­ur einnig les­ar­ar verk­anna og meðal til­nefndra les­ara í ár er fjöldi landsþekktra leik­ara sem léð hafa sögu­per­són­um rödd sína á und­an­gengnu ári.

Barna- og ungmennabækur:

Orri óstöðvandi – Hefnd glæponanna

Höfundur: Bjarni Fritzson

Lesari: Vignir Rafn Valþórsson

Traustur og Tryggur – Allt á hreinu í Rakkavík

Höfundar: Gunnar Helgason, Felix Bergsson

Lesarar: Gunnar Helgason, Felix Bergsson

Langelstur að eilífu

Höfundur: Bergrún Íris Sævarsdóttir

Lesari: Sigríður Láretta Jónsdóttir

Eyðieyjan

Höfundur: Hildur Loftsdóttir

Lesari: Álfrún Helga Örnólfsdóttir

Langafi minn Súpermann

Höfundur: Ólíver Þorsteinsson

Lesari: Sigríður Láretta Jónsdóttir

Glæpasögur:

Hvítidauði

Höfundur: Ragnar Jónasson

Lesarari: Íris Tanja Flygenring, Haraldur Ari Stefánsson

Stelpur sem ljúga

Höfundur: Eva Björg Ægisdóttir

Lesari: Þórdís Björk Þorfinnsdóttir

Fjötrar

Höfundur: Sólveig Pálsdóttir

Lesari: Sólveig Pálsdóttir

Fimmta barnið

Höfundur: Eyrún Ýr Tryggvadóttir

Lesari: María Lovísa Guðjónsdóttir

Illvirki

Höfundur: Emelie Schepp

Lesari: Kristján Franklín Magnús

Þýðandi: Kristján H. Kristjánsson

Skáldsögur:

Húðflúrarinn í Auschwitz

Höfundur: Heather Morris

Lesari: Hjálmar Hjálmarsson

Þýðandi: Ólöf Pétursdóttir

Hann kallar á mig

Höfundur: Guðrún Sigríður Sæmundsen

Lesari: Selma Björnsdóttir

Kokkáll

Höfundur: Halldór Halldórsson

Lesari: Halldór Halldórsson

Einfaldlega Emma

Höfundur: Unnur Lilja Aradóttir

Lesari: Þórdís Björk Þorfinnsdóttir

Sextíu kíló af sólskini

Höfundur: Hallgrímur Helgason

Lesari: Hallgrímur Helgason

Óskáldað efni:

Björgvin Páll Gústavsson án filters

Höfundar: Sölvi Tryggvason, Björgvin Páll Gústavsson

Lesari: Rúnar Freyr Gíslason

Óstýriláta mamma mín og ég

Höfundur: Sæunn Kjartansdóttir

Lesari: Sæunn Kjartansdóttir

Ljósið í Djúpinu

Höfundur: Reynir Traustason

Lesari: Berglind Björk Jónasdóttir

Útkall – Tifandi tímasprengja

Höfundur: Óttar Sveinsson

Lesari: Óttar Sveinsson

Manneskjusaga

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Lesari: Margrét Örnólfsdóttir

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing