Auglýsing

Fólk fætt 1944 og fyrr fær bólusetningu á morgun

Íbúum á höfuðborgarsvæðinu, sem fæddir eru árið 1944 og fyrr, verður boðið í bólusetningu við Covid-19 á morgun, þriðjudaginn 16. mars. Bólusetningin fer fram í Laugardagshöllinni.

Í tilkynningu frá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segir að boð um bólusetninguna hafi verið send með SMS skilaboðum og er fólk beðið um að fylgja tímasetningu sem þar kemur fram.

Þar segir einnig að þeir sem eru á þessum aldri en hafa ekki fengið SMS skilaboð geti komið í Laugardalshöllina þennan dag, milli kl. 9:00 og 15:00 fengið bólusetningu.

„Allir eru beðnir um að mæta með skilríki og við minnum á grímuskyldu,“ segir í tilkynningunni.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing