Auglýsing

Herða tökin á landa­mærunum

Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu  segir að ný reglugerð taki gildi á landamærum Íslands þann 7. maí.

Skilgreining viðmiða sem ákvarða hvort lönd eða svæði teljast til hááhættusvæða hafa verið endurskoðuð. Verulega fjölgar á lista yfir lönd sem skilgreind eru sem hááhættusvæði. Meginástæðan er sú að á listann bætast lönd sem eru með nýgengi smita undir 500 en hlutfall jákvæðra sýna sem er 5% eða hærra.

„Samkvæmt gildandi reglugerð um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID-19 er eingöngu horft til upplýsinga um 14 daga nýgengi smita á hverja 100.000 íbúa við skilgreiningu á hááhættusvæðum. Ef nýgengið er minna en 500 þurfa komufarþegar ekki að sæta sóttkví í sóttvarnahúsi, sé það á bilinu 500 til 699 er sóttkví í sóttvarnahúsi áskilin en hægt að sækja um undanþágu frá þeirri kröfu og ef nýgengið er 700 eða meira þurfa farþegar skilyrðislaust að sæta sóttkví í sóttvarnahúsi,“ segir í tilkynningunni.

Hér má sjá upplýsingar um svæði og lönd sem talin eru sérstök hááhættusvæði vegna COVID-19

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing