Auglýsing

Djúsí by Blackbox opnar í Borgartúninu

Blackbox Pizzeria í Borgartúni er þekkt á markaðnum fyrir gæði, frumleika og gott bragð í einstökum súrdeigs sælkera pizzum sem staðurinn býður upp á.
„En vörumerkið er í stöðugri þróun og hefur t.d vörulínan í Krónunni stækkað jafnt og þétt og frá upphafi hefur okkur langað að fara með Blackbox lengra, stækka fjölskylduna og Djúsí er hluti af því sælkera verkefni. Það er augljóslega vöntun á djús-og samlokum í Borgartúninu og Blackbox langaði að svara því kalli og stækka conceptið enn frekar með þessari fersku og safaríku viðbót. Nú er nefnilega komið af því að heimfæra Blackbox erfðaefnið út í samlokur og djúsa með þessum nýja stað sem er Djúsí by Blackbox,“ segir Jón Gunnar Geirdal, einn af eigendum Blackbox.
 
„Djúsí kemur inn á þennan markað með háleit markmið um að gera sérlega ljúffengar samlokur og geggjaða djúsa. Ég stofnaði Lemon fyrir átta árum síðan og  þekki djúsa-og samlokugeirann því afar vel og sú þekking og reynsla í bland við botnlausa sælkerakunnáttu félaga míns, Viggó Vigfússonar, hefur því nýst okkur sérstaklega vel því undanfarnar vikur höfum við verið að þróa Djúsí: glænýjan og öskrandi ferskan bastarð getinn af nákvæmlega sömu hugmyndafræði og DNA og Blackbox en samt með skýra aðgreiningu og einkenni eins og fólk mun upplifa.“
 
„Djúsarnir á Djúsí verða einstaklega ferskir og matarmiklar og safaríkar samlokurnar á heimsmælikvarða og erum við sannfærðir um að landinn mun fagna þessari viðbót í veitingaflóruna og getum við ekki beðið eftir að leyfa öllum að smakka.“
 
Djúsí opnar í Borgartúni 26, sama húsnæði og Blackbox, um miðjan júní.
 
Í kjölfarið fer svo af stað einstakt samstarf með N1 sem ætla að opna Djúsí á sínum sterkustu staðsetningum og þannig færa djús-og samloku þyrstum ferðalöngum eitthvað alveg nýtt og spennandi.
„Okkur hjá N1 hlakkar mikið til samstarfsins við BlackBox og eftir að hafa tekið þátt í þessari þróun frá upphafi með reglulegu smakki erum við komin með frábæra vörulínu.  Samlokur og djúsar passa vel inn í okkar stefnu að auka fjölbreytileika í hollari og ferskari veitingum inni á N1 og því ætlum við að setja fullan þunga í þessa þróun inni á okkar staðsetningum.  Þessi vörulína á það svo sannarlega skilið að fara víða og ætlum við að opna staði á næstu misserum víða um land svo flestir geti fengið að njóta.  Fyrstu tveir staðirnir opna í sumar og verða þeir á landsbyggðinni,“ segir Jón Viðar Stefánsson, rekstrarstjóri þjónustustöðva N1.
Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing