Neyðarlínunni barst tilkynning um slys um klukkan 11:19 í dag.
Þá hafði maður á miðjum aldri ætlað að fara út í hyl undir Svuntufossi, sem staðsettur er í botni Patreksfjarðar. Mikill straumur reyndist í hylnum og virðist maðurinn hafa misst fótana og lent í sjálfheldu í straumnum og fest sig um stund, þar til nærstaddir komu honum til hjálpar.
Maðurinn missti meðvitund og hófu viðstaddir strax endurlífgun. Þeim tilraunum var haldið áfram allt þar til maðurinn hafði verið fluttur með þyrlu LHG á sjúkrahús í Reykjavík, þar sem hann var úrskurðaður látinn.