Auglýsing

Hatrið sigraði – A Song Called Hate best í Osló

A Song Called Hate, var um helgina valin besta norræna heimildamyndin á Oslo Grand Pix hátíðinni.

Sjö aðrar myndir voru í flokknum, meðal annars Flukt sem var valin besta myndin á Gautaborgarhátíðinni. Flukt fékk sérstaka heiðurs viðurkenningu á Oslo Grand Pix.

Þriggja manna dómnefnd komst að þessari niðurstöðu og sagði meðal annars:

„Þetta er kvikmynd sem fær áhorfandann til að velta fyrir sér, með áhrifaríkum hætti, hvert hlutverk listarinnar ætti að vera.” Dómnefndin sendir ungum hataraaðdáendum sem koma fram í myndinni sérstakar kveðjur og er augljóst að börnin í hatarabúningunum höfðuðu til þeirra. Umsögnina má sjá í heild sinni hér.

Anna Hildur Hildibrandsdóttir, leikstjóri og framleiðandi myndarinnar tileinkaði verðlaunin palestínsku þjóðinni þegar hún tók við þeim sl. mánudag.

„Ég er þakklát fyrir viðurkenninguna sem viðfangsefni myndarinnar fær. Þetta var ögrandi verkefni sem hafði mikil áhrif á mig persónulega. En á sama tíma fyllist maður von þegar maður fylgist með ungum listamönnum glíma við og takast að koma mikilvægri umræðu á framfæri með listgjörningi. Það er dýrmætt.”

A Song Called Hate hefur verið sýnd á 14 hátíðum víða um heim og verið tilnefnd til fjölda verðlauna. Þetta eru önnur alþjóðlegu verðlaunin sem myndin hlýtur.

Myndin verður sýnd á Doc’n Roll hátíðinni í London 16. júní nk. og verður það í fyrsta sinn sem áhorfendur geta komið í bíó til að sjá hana erlendis síðan að hún var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Varsjá í október sl.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing