Lögreglan handtók sextán ára dreng á öðrum tímanum í nótt í Breiðholti.
Drengurinn er grunaður um hótanir, brot á vopnalögum og brot gegn opinberum starfsmanni. Hann er sagður hafa hótað fólki með eggvopni.
Málið er nú unnið með aðkomu fulltrúa barnaverndar og föður drengsins. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.