Auglýsing

Jólaball í júní

Laugardaginn 26. Júní kl. 16:00 mun Litla jólabúðin, á Laugavegi 8, bjóða upp á Jólaball. Tilefnið er 20 ára afmæli verslunarinnar sem mun fagna þessum merka áfanga með mikilli gleði.  Litla jólabúðin hefur samið sérstaklega við Grýlu og Leppalúða að leyfa jólasveinum að koma í heimsókn í tilefni dagsins.  Grýla ætlar sér líka að mæta ásamt Skjóðu, sem mun stýra jólaballinu.  Fagurlega skreyttu jólatré verður komið fyrir á Laugaveginum fyrir framan Litlu jólabúðina og verður dansað í kringum það undir lifandi tónlistarflutningi. Börnum verður boðið upp á góðgæti í tilefni dagsins og litlir fallegir jólapakkar verða fáanlegir á aðeins 400 kr.  Einnig verða allar vörur í Litlu jólabúðinni og Litlu gjafabúðinni á 20% afslætti.

Nágranna verslanirnar, Stefánsbúð og Hildur Yeoman, ætla að taka þátt í hátíðarhöldunum í tilefni dagsins.

SAGAN
Litla jólabúðin var stofnuð í janúar 2001 í bílskúr í Þingholtunum og þar var hún starfrækt fyrstu fimm árin. Það eru hjónin Anne Helen Lindsay og Gunnar Hafsteinsson sem standa þétt á bakvið reksturinn.  Búðin vakti sérstaklega athygli á Menningarnóttum Reykjavíkurborgar þar sem gestir í þúsundatali lögðu leið sína í búðina ár hvert og ekki síst í fallega garðinn sem búðin stóð við og nutu þar lifandi tónlistar.

Litla jólabúðin flutti svo á Laugaveg 8 þar sem hún hefur verið rekin allan ársins hring síðastliðin 15 ár.

Hún hefur slegið í gegn bæði hjá íslendingum en ekki síður erlendum ferðamönnum sem hafa margir hverjir tekið ástfóstri við búðina enda býður verslunin upp á einstaklega fallegt vöruúrval, fróðleik um sögu okkar og jólamenningu ásamt alþýðlegu og hlýju viðmóti. Fyrir nokkrum árum losnaði verslunarrýmið við hliðina á Litlu jólabúðinni og tóku hjónin sig til og opnuðu Litlu gjafabúðina og er hún rekin í sama anda og Litla jólabúðin.  Það er í senn ótrúlegt að reksturinn skuli enn vera á góðu róli enda hefur hann lifað af bankakreppu, tvö eldgos og alheimsfaraldur. Gestir geta átt von á því að hitta hjónin að störfum í búðinni enda standa þau reglulega vaktina og taka á móti gestum og gangandi með bros á vör.

HVAÐ: Jólaball Litlu jólabúðarinnar.

HVAR: Laugavegi 8, 101 Reykjavík.

HVENÆR: Laugardaginn 26. Júní, kl. 16:00 – 17:00.

HVERS VEGNA: 20 ára afmæli Litlu jólabúðarinnar.

HVER SKEMMTIR: Skjóða, Grýla, Skyrgámur, Hurðaskellir.

KOSTAR: Ókeypis.
FYRIR HVERJA: Allir velkomnir, sérstaklega barnafjölskyldur.

FACEBOOK VIÐBURÐUR: https://www.facebook.com/events/825148821455160

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing