Ég hef aldrei skilið afh strakar sem heita Jón eru kallaðir Nonni? Nonni er lengra og ekkert líkt nafninu Jón.
— Ernie Bernie (@ErnaZedet) July 4, 2021
Enginn að tala um að annað barnanna sé með skegg pic.twitter.com/sHdMTSqSrn
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) July 4, 2021
Dóttur mín er að æfa sig að segja „do you want to come to my birthday“. Svo hún geti boðið Katy Perry í 5 ára afmælið sitt, ef hún rekst á hana.
— Gudny Thorarensen ?? (@gudnylt) July 4, 2021
þegar ég drekk rúmlega 700 drykki fæ ég alltaf svo mikið ~mígreni~ pic.twitter.com/p95ULhr54V
— slemmi (@selmalaraa) July 4, 2021
Fyrrverandi Wow-air skvísurnar að snúa aftur sem Play-skvísur pic.twitter.com/Tx94cnyz9f
— Árni Helgason (@arnih) July 4, 2021
Var að fá pening frá Spotify. Hef loksins efni á að kaupa mér hálfan lauk.
— Atli Jasonarson (@atlijas) July 4, 2021
Ég baka svona þriðja hvern mánuð en virðist samt hugsa “mig hlýtur að vanta hveiti” í sirka annarri hverri búðarferð. Þessi skúffa er það heimskasta sem ég veit um. pic.twitter.com/3ujVAyWt8e
— Heiður Anna (@heiduranna) July 3, 2021
Fyrir ykkur sem voruð að velta fyrir ykkur hvað varð um drenginn sem lék í The sixth sense, þá var hann að spila með enska landsliðinu í kvöld #Iseedeadpeople #Euro2021 #fotboltinet #ENGUKR pic.twitter.com/jiWmTrmU9Z
— Steingrímur Sævarr Ólafsson (@frettir) July 3, 2021
samgöngustofa: hvaða einkanúmer viltu?
hann: ég elska guns of roses stuðmenn og bítlana þannig ætli ég fái mér ekki bara.. pic.twitter.com/pBjs1NScK5
— Starkaður Pétursson™ (@starkadurpet) July 3, 2021
„Þú ert með regnbogann í augunum!“ hrópaði hann og horfði heillaður á mig. Að vísu var þetta einn af ógæfumönnum bæjarins og átti við marglitu speglasólgleraugun mín, en samt það fallegasta sem hefur verið sagt við mig í dag.
— Una Sighvatsdóttir (@unasighvats) July 3, 2021
Sonur (þriggja ára): Mamma, ég er vaknaður!
Ég (grútmygluð snemma á laugardagsmorgni): *Bölva barninu í hljóði*
Sonur: Þú átt falleg græn augu og öll fötin þín eru glæsileg.
Ég: Hvað viltu margra laga súkkulaðiköku í morgunmat og hvert viltu að ég beri þig? #mömmutwitter— Linda Björk (@markusardottir) July 3, 2021
Þetta er nýja kaffivélin mín. Ég er semsagt ekki einhleyp lengur þar sem ég ætla að giftast henni. Okei bæ. pic.twitter.com/faBkexsgIZ
— Helga Lind Mar (@helgalindmar) July 3, 2021
Þegar sjóndaprir foreldrar ætla að senda þumal upp.. pic.twitter.com/VF4DpR3aoA
— Vala (Valgerður) Arnadottir ?? (@ValaArna) July 2, 2021
Èg hef aldrei labbað inn í bíl hjá manneskju án þess að hún segi: “það er frekar mikið drasl í bílnum”. Það er undantekningarlaust aldrei drasl.
— Tómas Howser (@TomasHowser) July 2, 2021
Ég sagði við mömmu að ég væri að hugsa um að fá mér tattú af tjaldi. Mamma svaraði þá „með hælum??“. Ég skildi ekkert og spurði hvers vegna í ósköpunum í hælum. Þá hélt hún að ég væri að meina tjald ⛺ Og þess vegna er ég með tattú af tjald í hælaskóm (teiknað af Rán Flygering). https://t.co/OYSX7y23yZ pic.twitter.com/0Dz87EK7yK
— Kratababe93 ??? (@ingabbjarna) July 2, 2021
þetta er svo fyndið pic.twitter.com/rq6OPYbq84
— salka.snaebra@gmail.com (@salkasnaebra) July 2, 2021
5 ára (alveg að sofna): Mamma, af hverju safna konukolkrabbar typpum af karlakolkröbbum sem deyja svo?
Ég: Uhhhh….
— Edda Rós (@eddaros) July 2, 2021