Íslendingur hafði heldur betur heppnina með sér í gærkvöldi, þegar dregið var í EuroJackpot. Hann er einn af sjö vinningshöfum sem deila með sér 2. vinningi og fær hver þeirra rúmlega 39,5 milljónir. Miðinn var í áskrift. Hinir sex miðarnir voru keyptir í Svíþjóð, Finnlandi, Spáni og þrír í Þýskalandi.
1. vinningur gekk ekki út og flyst því vinningsupphæðin yfir á 1. vinning í næstu viku. Fjórir miðahafar skiptu með sér 3. vinningi og fá þeir rúmar 24,4 milljónir hver. Tveir miðar voru keyptir í Danmörku og tveir miðar voru keyptir í Þýskalandi.
Tveir voru með 2. Vinning í Jóker og fá þeir 100 þúsund krónur í vinning hvor. Annar miðanna var keyptur í Iceland, Engihjalla 8 í Kópavogi og hinn miðinn var keyptur á heimasíðunni lotto.is.