Auglýsing

„Að liggja á ströndinni með glimmernaglalakk og fæðast upp á nýtt“

Salka Rósinkranz og Tóta Kolbeinsdóttir opna sýninguna „Fæðast aftur“ í Midpunkt laugardaginn 17. júlí kl 14:00 – 19:00.
„Að liggja á ströndinni með glimmernaglalakk og fæðast upp á nýtt. Horfa útí geim, brotna í lítil sandkorn og safna sér síðan aftur saman í nýjan stein og skola sandinn af tánum,“ segir í tilkynningu.
„Verið velkomin á opnun sýningarinnar „Fæðast aftur“.“
Salka fæst við stemmningu og slökun á 1000 km hraða. Hún hugsar um sannleikann, endurtekningu, töfra, samtímann og framtíðina. Hún vinnur þvert á miðla, en með áherslu á teikningu og prent.
Verk Tótu hverfast um sögur, andrúmsloft, athafnir og goðsögur í margskonar miðla, t.a.m. skúlptúr, prent, teikningu og bókverk.
Þær hafa unnið mikið saman, bæði að innsetningum og gjörningum þar sem þær sameina leikgleði, menningarlegar tilvitnanir og nostalgíu. Þær útskrifuðust báðar úr Listaháskóla Íslands.
Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing