mamma var mjög spennt að salatið með matnum væri beint úr garðinum okkar, og ég var það líka þangað til ég var að taka seinasta bitann af því og sá fokking snigill skríða yfir diskinn minn.
— vala (@valasaskia) July 18, 2021
ég að skilja son minn eftir hjá mömmu í svona klukkutíma
ég: þú manst að passa lík-
m: KAREL ÖRN, ÉG Á 23 BARNABÖRN, ER EKKI Í LAGI MEÐ ÞIG DRENGUR
— Karel Örn Einarsson (@refsari) July 18, 2021
Jæja. Pantaði sundföt á okkur hjónin svo við getum farið í Sky Lagoon pic.twitter.com/dozagOlIGX
— Þórarinn Hjálmarsson CM!OB (@thorarinnh) July 18, 2021
Er í landsbyggðarstrætó. Eitthvað barn spurði hvort við værum enn á Íslandi þegar við komum í Ártúnsbrekku.
— Margrét Arna (@margretviktors) July 18, 2021
Sönnun þess að lúsmý eru ekki bara örlitlir bitvargar heldur fyrst og fremst ömurlegar týpur: Í nótt bitu þær mig í gamalt bit sem var að gróa.
— Birta Björnsdóttir (@birtabjoss) July 18, 2021
Yngsta barninu mínu finnst ég hlusta of mikið á tónlist Bubba Morthens… pic.twitter.com/GBPsXVDoL1
— Birta Björnsdóttir (@birtabjoss) July 17, 2021
Sárt að komast að þessu svona. pic.twitter.com/0JLHAJVlMm
— Albert Ingason. (@Snjalli) July 17, 2021
Fjögur ný smit í dag og þrjú kröfubréf
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) July 17, 2021
Horfði heillengi út um gluggann og dáðist að þolinmæði kattar sem beið hreyfingarlaus í blómabeði eftir að smáfugl færði sig nær. Þetta var steinn. Þá er bara að halda áfram með daginn.
— gunnare (@gunnare) July 17, 2021
Ég skil ekki Kaffibarinn sem concept. Þetta er alltaf bara frekar weird fólk sem er 6 árum eldra en ég. Óháð því hvað ég er gamall – þegar ég var 18 voru allir þar 24, núna eru allir þar 35 ára. Er þetta alltaf nákvæmlega sama fólkið, sem er 6 árum eldra en ég?!
— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) July 17, 2021
Throwback til þess þegar pabbi og kallakalla vinir hans rottuðu sér saman á kúrekamyndina sem var að fá svo góða dóma. Skelltu sér í snjáðu leðurjakkana, mættu peppaðir fyrir byssum, indíánum og hasar, fengu sér stóran popp og horfðu á.. Brokeback Mountain
— Gunnar P. Hauksson (@gunnarph) July 17, 2021
Vissuð þið að það er hægt að opna freyðivíns flösku án þess að Woooooouuuuu-a? Það er erfitt og leiðinlegt en hægt ? #sturluðstaðreynd
— Kristín Lea (@KristinLeas) July 16, 2021
Að fullorðnast er að skipta úr 500 ml bjórum yfir í 330 ml
— MaggiMar (@MagnsMr1) July 16, 2021
Ég: veistu ekki hvað milf er?
Mamma: er það eitthvað krydd?— Særún Elma (@saerunelma) July 16, 2021
Af öllu því sem börnin mín hafa fengið á heilann þá er áhugi tæplega 5 ára dóttur minnar á Ólafsfirði það fyndnasta. Hún hefur aldrei komið þangað.
– Er Ólafsfjörður í alvöru til?
– Ólafsfjörður er afar fallegur bær
– Fyrst keyrir maður í gegnum Dalvík svo á Ólafsfjörð.— Eva Ólafsdóttir (@soraveevaros) July 16, 2021
Nei hættu nú, þetta er greinilega hundur. pic.twitter.com/JYydkAudRp
— Ingi Már Kjartansson (@ingmkja) July 16, 2021
Fer alltaf á Subway þegar mig langar að taka þrettán ákvarðanir fyrir meðalgóða máltíð.
— Bragi (@bragakaffi) July 16, 2021
Núna er ég með bílinn minn í smurningu. Ég veit ekkert hvað það er. Ég bara geri það og borga. Sé fyrir mér mjög vandvirka menn nudda allskonar olíum og glussum yfir alla vélina eins og í einhverskonar tantrísku nuddi.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) July 16, 2021