Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynissyni yfirlögregluþjónn fóru yfir stöðu Covid-19 faraldursins á upplýsingafundi almannavarna, í morgun.
„COVID er hvergi lokið og COVID fárinu lýkur ekki fyrr en því lýkur í heiminum öllum,“ sagði Þórólfur sem segir Delta afbrigði veirunnar hafa tekið yfir önnur afbrigði. Hann segir það orðið ljóst að fullbólusettir geti smitast auðveldlega og smitað aðra.
„Bólusetning er ekki að skapa það hjarðónæmi sem vonast var til,“ sagði hann á fundinum.
Að sögn Þórólfs erum við að upplifa stærstu Covid-19 bylgjuna, síðan faraldurinn hófst hér á landi, og segir tímann þurfa að leiða í ljós hvort núverandi takmarkanir séu nóg til að halda honum niðri.
Þórólfur tekur að við séum að upplifa stærstu bylgju COVID-19 faraldursins, hingað til, hér á landi og að það eigi eftir að koma í ljós hvort að takmarkanirnar sem tóku gildi í síðustu viku séu nóg til að hamla honum. Hann segir það vera ákvörðun stjórnvalda að ákveða næstu skref hvað það varðar.