Tónlistarmaðurinn Eminem snýr aftur á skjáinn í nýrri þáttaröð tónlistarmannsins 50 Cent, Black Mafia Family.
Hinn 48 ára gamli rappari leikur í þáttunum mann að nafni Rick Wershe Jr, öðru nafni White Boy Rick, sem gerðist uppljóstrari hjá FBI áður en hann var dæmdur í ævilangt fangelsi aðeins 17 ára gamall.
Í samtali við thewrap.com segir 50 Cent, öðru nafni Curtis Jackson, að það sé heiður fyrir hann að fá góðvin sinn Eminem í hlutverkið.
„Við gátum hreinlega ekki gert þáttaröð í Detroit án þess að fá goðsögnina með okkur,“ segir hann.
Black Mafia Family er byggð á sögu tveggja bræðra, Demetrius ‘Big Meech’ og Terry ‘Southwest T’ Flenory, sem voru vel þekktir á götum Detroit á níunda áratugnum. Saman byggðu þeir upp eina stærstu glæpafjölskyldu Bandaríkjanna.
Rick Wershe Jr, persónan sem Eminem leikur í þáttunum, var meðlimur í Detroit gengi þar sem hann seldi eiturlyf og byssur. Hann var, eins og fyrr segir, uppljóstrari hjá FBI frá 14 – 16 ára aldurs en aðeins 17 ára gömlum var honum fleygt í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa verið tekinn með kókaín.
I directed BMF EPISODE 7 it is amazing. I used the same digital de aging special effects they used in the Irishman. To take @eminem back to his teenage years. ?BOOM??Green light Gang #bransoncognac #lecheminduroi pic.twitter.com/dE5ctprePe
— 50cent (@50cent) August 17, 2021