Göngumaður fannst látinn í hlíðum Strandartinds við Seyðisfjörð á áttunda tímanum í gærkvöldi. Talið er að maðurinn hafi fallið af klettunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi.
Maðurinn, sem var erlendur ferðamaður, hóf fjallgöngu og klifur á tindinum í gærmorgun og missti símasamband við vini sína um miðjan dag. Þá óskuðu þeir eftir aðstoð björgunarsveita sem hófu leit að manninum.
Í kringum áttatíu manns tóku þátt í leitinni og voru aðstæður mjög erfiðar.