Enginn var með allar fimm aðaltölurnar réttar í Lottó útdrætti vikunnar og verður lottópotturinn því þrefaldur í næstu viku. Áætlað er að hann nálgist 35 milljónir. Þrír voru með bónusvinninginn og eru þeir allir með miðana sína í áskrift og fær hver þeirra rúmlega 162 þúsund krónur.
Enginn var með 1. vinning í Jóker en þrír með 2. vinning sem nemur 100 þúsund krónum, einn miðinn er í áskrift, sá næsti var keyptur á lotto.is og sá þriðji í Appinu.