Mamma hringdi til þess að spyrja hvað nafnið á vegabréfinu mínu væri og ég sagði að það væri væntanlega nafnið sem hún gaf mér.
— Hólmfríður Bjarnard. (@Bjarnardottir3) October 23, 2021
1x sagði ég smá litla lygi við soninn umað ég lánaði tröllum (sem búi á háaloftinu) eldhúsið á næturnar meðan við sofum og við þyrftum að vera fljót að fara inn að sofa. sakleysislegar hótanir í barnauppeldi sem sagt. nema nú skilur hann eftir 2 vatnsglös hjá vaskinum f tröllin?
— Sóley Bergsteinsd. (@SoleyBergsteins) October 23, 2021
Tvítyngd sisktynar vandamál pic.twitter.com/R3YQr8hRjl
— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) October 23, 2021
mamma að hitta vini mína
ég: mamma plís gerðu það fyrir mig að gera mig ekki vandræðalegan
m: nei auðvitað ekki karel minn
enginn:
m: svo var hann karel á brjósti þangað til að hann var tveggja ára— Karel Örn Einarsson (@refsari) October 23, 2021
eg: hey kemurðu aðeins með mer i sma biltur ut ur bænum
vinur: jaja að gera hvað
eg: pic.twitter.com/7dFd8ycNcT— slemmi (@selmalaraa) October 23, 2021
Góður dagur fyrir mína haters. Ég ákvað að treysta prumpi seinnipartinn og það endaði illa.
— Theodór Ingi (@TeddiLeBig) October 23, 2021
Við hjónin erum búin að vera svo lengi í framkvæmdum að eitt yngsta barnið teiknaði rafvirkjann og píparann inn á fjölskyldumynd í leikskólanum.
— Halldór Benjamín (@HalldorBenjamin) October 23, 2021
Afi átti fjögur systkini
Elst: Kristín Brynhildur Elín Jakobína
Yngst: Lóa
— Björgvin Ingi Ólafs. (@bjorgvinio) October 23, 2021
Ný viðreynslutaktík:
Posta texta á hverfisgroupuna þegar þú sérð einhvern sem þú vilt hössla pic.twitter.com/n0N1Q4QUe7— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) October 23, 2021
Elsku @sigurbjornsson er búinn að hafa áhyggjur af mér í allan dag því sendi honum skilaboð í nótt um að ég væri í ástarsorg.
Ég mundi ekki eftir hvern það var þegar ég vaknaði í morgun— Kamilla Einarsdóttir (@Kamillae) October 23, 2021
barnsmóðir min kemur heim og sér að ég hef kveikt á ilmkerti a klósettinu
bm: æi vá bara búinn að kveikja a kerti, ertu að hafa kósý?
ég: nei ég var nu reyndar bara að kúka og gat ekki boðið þér upp a þetta— Karel Örn Einarsson (@refsari) October 23, 2021
Ætlaði að senda sms á píparann. Það mistókst svona.. pic.twitter.com/oxxSiBKwq6
— Haukur Heiðar (@haukurh) October 23, 2021
Fór í Hagkaup Garðatorgi og það var fríkaðasta upplifun ævi minnar. Vissuð þið að Garðbæingar segja alltaf “Garða Hæ!” Og “Garða Bæ!” þegar þeir hittast og kasta kveðju? Virkilega disturbing!
— Alexander Freyr (@alexander_freyr) October 23, 2021
Staðreynd um fjölskylduna mína sem fólki finnst oft merkilegt að heyra. Við erum fjögur alsystkin og heitum, í þessari röð: Bjartur, Birta, Bjarmi
og Sveinn Fannar.
— Birta Sæmundsdóttir (@birtasaem) October 23, 2021
Hvernig það er að djamma á Prikinu eftir maður verður 25 pic.twitter.com/Nxt9EmaV1Y
— Víðir Hólm Ólafsson (@vidirholm) October 23, 2021
Strákar þegar þeir eru nýbúnir að prumpa. pic.twitter.com/dsEE84inx1
— Albert Ingason. (@Snjalli) October 23, 2021
Erum í bústað með 8 ára barnið. Fundum gamla ljósbláa Trivial Pursuit.
Ég: Hvernig er fáni Lýbíu á litinn?
8 ára barnið: Sko, fyrir eða eftir breytingu?
Ég: ?
8 ára barnið: Svartur, rauður og grænn með tungli og stjörnu. Einu sinni var hann bara grænn.
Ég: ??
Svarið var grænn. pic.twitter.com/bZrOtljaqS— Þorsteinn Mar (@Tmar78) October 23, 2021
Það var gaur sem spurði mig af fyrra bragði hvaða stjörnumerki ég væri í og ég svaraði meyja og hann unmatchaði mig.
— Ingveldur Gröndal (@spakonan) October 23, 2021
Það eru nefnilega ekki margir sem vita það en þegar þú skýtur rjúpu þá verða til tvær nýjar rjúpur. pic.twitter.com/fmrqeWKIqo
— Hans Orri (@hanshatign) October 23, 2021
Dótadagur á leikskólanum! Þú mátt taka með hvaða dót sem þú vilt!
Önnur börn: Vei!
Sonur minn (3): Má ég taka pabbapelann með? pic.twitter.com/XUAkblyWc1— Atli Jasonarson (@atlijas) October 22, 2021