Auglýsing

Hvunndagshetjur í Bíó Paradís

Hvunndagshetjur er heimildamynd sem segir frá fjórum mismunandi konum sem eiga það sameiginlegt að hafa búið á Íslandi í tuttugu ár. Konurnar eru fæddar í Bosníu, Póllandi, Jamaíka og Tyrklandi og hafa allar mismunandi ástæður fyrir því að  lenda á þessari köldu eyju í norðri.
Samfélagið er síbreytilegt og við veitum kannski ekki  næga athygli fólki sem vinnur við að sjá um börnin okkar og eldri borgara, byggir og lagar hús, vinnur á sjúkrahúsum og alls kyns vangreidd en samt nauðsynleg störf. Fjórar heillandi konur skilgreina og fagna því hvað það þýðir að vera Íslendingur af erlendum uppruna á Íslandi í dag.
 Myndin sem var frumsýnd á Riff var valin besta heimildarmyndin í október á kvikmyndahátíð í París og leikstjórinn valinn besti kvenleikstórinn á hátíð í Barcelona.
Sýnd frá 4. nóvember í Bíó Paradís 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing