„Við fögnum veislunni áfram eftir vel heppnaða ALÞJÓÐLEGA BARNAKVIKMYNDAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK sem lauk nú á sunnudag. Stórkostlegar frumsýningar, SAGA BORGARÆTTARINNAR 100 ára viðhafnarsýning, barnakvikmyndir og Badlands á Svörtum Sunnudegi!,“ segir í tilkynningu frá Bíó Paradís.
Frumsýnd 12. nóvember
Árið er 1962 og kommúnistastjórnin hefur hækkað mavælaverð. Verkalýðurinn mótmælir harðlega í smábænum Novocherkassk og enda á því að fara í verkfall.
Átakanleg saga sem hreyfir við áhorfandanum svo um munar, en myndin hlaut tilnefningu til BAFTA verðlaunanna ásamt því að vera framlag Rússlands til Óskarsverðlaunanna.
Frumsýnd 12. nóvember
Ástarbréf til blaðamanna, sögusviðið er bandarískt dagblað í skáldaðri franskri borg á tuttugustu öldinni. Í myndinni eru sagðar sögur sem birtar voru í The French Dispatch tímaritinu.
Wes Anderson er engum líkur og teflir hér fram stórskotaliði leikara: Benicio del Toro, Adrien Brody, Tilda Swinton, Léa Seydoux, Frances McDormand, Timothée Chalamet, Lyna Khoudri, Jeffrey Wright, Mathieu Amalric, Stephen Park, Bill Murray og Owen Wilson!
Sunnudaginn 14. nóvember kl 15:00
Sýnd í Bíó Paradís sunnudaginn 14. nóvember kl 15:00. Oddný Sen kvikmyndafræðingur heldur stutta tölu á undan sýningu. ATH hlé verður á sýningunni.
Saga Borgarættarinnar er fyrsta leikna kvikmyndin sem tekin var upp hérlendis og markar því upphaf kvikmyndagerðar á Íslandi. Nordisk Film Kompagni í Danmörku gerði myndina eftir skáldsögu Gunnars Gunnarssonar og kom til Íslands í ágúst 1919 með kvikmyndatökulið og danska leikara í helstu hlutverk. Aðalhlutverkið var í höndum Guðmundar Thorsteinssonar (Muggs) en auk hans lék fjöldi Íslendinga í myndinni sem var tekin upp á Rangárvöllum, í Borgarfirði, Reykjavík og Hafnarfirði.
Kvikmyndin varð rúmlega þriggja tíma löng og hin dýrasta sem gerð hafði verið á Norðurlöndum á sínum tíma þegar hún var frumsýnd í Kaupmannahöfn í ágúst 1920. Í tilefni aldarafmælis Sögu Borgarættarinnar hefur Kvikmyndasafn Íslands unnið stafræna endurgerð upp úr bestu finnanlegu eintökum af myndinni. Þórður Magnússon tónskáld var fenginn til að semja nýja tónlist við myndina sem var frumflutt af Sinfóníuhljómsveit Norðurlands á frumsýningu hinnar nýju endurgerðar í Hofi vorið 2021.
Barnasýningar um helgar!
Bíó Paradís gefur út í almennar sýningar tvær talsettar kvikmyndir hátíðarinnra í almennar sýningar
Talsett á íslensku! Myndin er sýnd bæði á virkum dögum og um helgar!
Nýja pólska barnakvikmyndinni CZARNY MLYN
FÖSTUDAGSPARTÝ-SÝNINGAR
Föstudaginn 12. nóvember kl 20:00!
Fullkomin en saklaus karlmaður hefur leit að tvíburabróður sínum, sem er í raun allt öðruvísi en hann, lágvaxinn og kvennsamur smáglæpamaður. Hvenær koma þríburarnir?
Það skiptir ekki máli því við ætlum að skemmta okkur og hlæja saman! Bíóbarinn opinn og drykkir leyfðir inn í sal! Sýnd á truflaðri föstudagspartísýningu 12. nóvember kl 20:00
SVARTUR SUNNUDAGUR
Sunnudaginn 14. nóvember kl 20:00
Unglingsstúlkan Holly býr með skiltamálaranum föður sínum í litlum bæ í miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Hún fer að eyða tíma með rótlausum mun eldri strák, Kit, eins konar James Dean týpu …. eða hvað? Hver er þessi Kit og hvað gerði hann?