Stemningin var engu lík þegar Bríet ásamt hópi barna sungu inn jólin við opnun Novasvellsins á Ingólfstorgi í gær. Svellið hefur nú verið opnað í sjöunda skipti og stemningin aldrei betri.
Vinsælasta söngkona landsins, Bríet, sá til þess að koma gestum miðborgarinnar rækilega í jólaskap, þegar Bríet ásamt glæsilegum hópi barna, sungu Novasvellið formlega inn síðdegis í dag. Svellið hefur verið sett upp árlega frá árinu 2015 og markar orðið upphaf aðventunnar í hjarta borgarinnar.
„Við erum alltaf jafn spennt fyrir þessum degi, þegar við getum opnað hliðið og hleypt jólaspenntum gestum á Novasvellið. Það ótrúlega mikið stuð og eftirvænting í kringum okkur þegar líða fer að opnuninni því Novasvellið er orðin ómissandi partur af hátíðarstemningunni. Við fögnum því innilega að geta boðið gestum upp á að skauta yfir allt svellið, en sé í ekki hólfaskiptu eins og krafa var á um í fyrra. Það verður því extra gaman að taka góðan hring með fólkinu sínu í ár og gleyma sér aðeins í gleðinni ,“ segir Katrín Aagestad Gunnarsdóttir markaðsstjóri Nova.
„Bríet og krakkarnir opnuðu sjöunda árið okkar með glæsibrag, gleðin var allsráðandi og gefur pottþétt tóninn fyrir þetta jólaskautatímabil sem framundan er hjá okkur. Við hlökkum mikið til að taka á móti skautagestum á öllum aldri sem vilja koma sér í hátíðargír á Novasvellinu,“ segir Katrín.
Svellið er glæsilegt nú sem endranær og þorpið umhverfis svellið er einstaklega notalegt, en þar gefst skautahlaupurum og listskautadönsurum af öllum toga, tækifæri til að hlaða batteríin með heitu kakói og öðrum huggulegum veitingum í kofunum sem búið er að koma upp inni á svæðinu, beint fyrir framan svellið.
Novasvellið verður opnað almenningi á morgun, laugardaginn 27.nóvember kl 12.00 og verður opið alla daga frá klukkan 12.00 – 22.00 fram að jólum. Líkt og frá upphafi eru bæði skautar og hjálmar í boði fyrir gesti Novasvellsins, og vert er að minna á að gott er að bóka tíma á svellið í Nova appinu eða heimasíðu Nova – nova.is.