Auglýsing

Viðskiptavinir netverslunar Nettó útdeildu yfir 10 milljónum króna í styrki

Styrkir úr góðgerðarsöfnun Nettó, Notum netið til góðra verka, voru afhentir í annað skiptið í gær. Hvert styrkirnir fara ár hvert veltur alfarið á vilja viðskiptavina Nettó.

Alls söfnuðust rúmar tíu milljónir í góðgerðarsöfnuninni Notum netið til góðra verka sem lágvöruverðsverslun Nettó hleypti af stokkunum í byrjun nóvember. Styrkirnir voru afhentir þeim félagasamtökum sem viðskiptavinir netverslunar Nettó völdu en það féll í skaut þeirra að ráðstafa 200 krónum frá Nettó, sem fylgdu með hverri pöntun, til góðgerðarfélags að eigin vali.

Styrkveitingin fór fram í Nettó Mjódd í dag og var sannur jólaandi allsráðandi meðal gesta og forsvarsmanna góðgerðarfélaganna, en kapp hefur verið lagt á að koma styrkjunum til félaganna í blábyrjun desember svo hægt sé að nýta þá sem allra best í aðdraganda jóla.

„Þetta er annað árið í röð sem við kjósum að fara þessa leið í góðgerðarmálum enda gaf þetta fyrirkomulag góða raun í fyrra og það sama verður sagt um söfnunina í ár. Við sjáum að viðskiptavinir netverslunarinnar hafa heilmiklar skoðanir á hvert styrkirnir eiga að fara og greinilegt að hugurinn leitar til félagasamtaka á borð við Fjölskylduhjálp Íslands, Mæðrastyrksnefnd og sambærilegra félagasamtaka í aðdraganda jólanna. Fyrir okkur er þetta frábær leið til að eiga í samtali við okkar viðskiptavini og við leggjum mikla áherslu á að grípa þau tækifæri. Það er ómetanlegt fyrir okkur sem fyrirtæki, sem leggur mikla áherslu á að vera bæði traustur og virkur þátttakandi í samfélaginu, að viðskiptavinir gefi sér tíma í að aðstoða okkur við þetta,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa.

Verkefnið er liður í umfangsmikilli samfélagsstefnu fyrirtækisins og með þessari styrkveitingu hefur Nettó veitt yfir 45 milljónir króna í styrki á árinu sem er að líða. Þá heldur fyrirtækið úti metnaðarfullri umhverfisstefnu, þar sem meginmarkmið aðgerða er að vera leiðandi í um­hverf­is­mál­um á smá­sölu­markaði og stuðla þar með að sjálf­bærni í dag­vöru­versl­un­um. Nettó hefur sem dæmi dregið gríðarlega úr notkun á einnota plastpoka, eða um eina milljón poka frá árinu 2017.  Nettó leggur ríka áherslu á stöðugar umbætur, nú síðast í formi Samkaupa appsins, þar sem gengið er út frá uppsöfnunarkerfi, þar sem afslættir safnast saman og greiðslur fara fram, auk þess sem allar kvittanir eru algjörlega stafrænar.

Þau félög sem viðskiptavinir völdu og tóku þar af leiðandi á móti styrkjunum í dag eru meðal annarra Fjölskylduhjálp Íslands, Hjálparstarf kirkjunnar, Mæðrastyrksnefnd, Hjálpræðisherinn, Pieta samtökin, Kraftur, Barnaheill, Ljósið og Umhyggja.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing