Auglýsing

Maltesers Ostakaka

Botninn:

300 gr digestive hafrakex með súkkulaði

115 gr ósaltað smjör, brætt

Fyllingin:

240 gr mascarpone ostur

360 gr rjómaostur

150 gr flórsykur

1 tsk vanilludropar

300 ml rjómi

150 gr maltesers

Til skrauts:

100 gr maltesers

50 gr rjómasúkkulaði, brætt

Aðferð:

1. Smyrjið 20 cm smelluform með smjöri. Setjið kexið í matvinnsluvél og malið það niður. Setjið það næst í skál ásamt bræddu smjöri og blandið vel saman. Hellið blöndunni yfir í formið.  Gott er að nota bakhliðina á skeið til að þrýsta þessu niður og útbúa þannig botninn á kökunni. Setjið formið inn í ísskáp á meðan fyllingin er útbúin.

2. Þeytið rjómann. Hrærið saman mascarpone, rjómaosti, flórsykri og vanilludropum. Næst fer þeytti rjóminn varlega saman við, ekki þeyta þetta saman því þá fer allt loftið úr rjómanum, notið heldur sleif. Setjið maltesers kúlurnar í poka og rúllið yfir þær með kökukefli. Blandið mylsnunni varlega saman við rjómaosta-blönduna.

3. Takið formið með botninum úr ísskápnum og hellið rjómaosta-blöndunni yfir og sléttið úr henni. Setjið formið aftur inn í ísskáp í minnst 4 klst.

4. Takið kökuna varlega úr forminu og skreytið með maltesers kúlum og bræddu súkkulaði.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing