Auglýsing

Stytta einangrun úr sjö dögum í fimm eftir helgina

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra greindi frá því í Bítinu á Bylgjunni í morgun að einangrun þeirra sem greinst hafa með Covid-19 muni styttast úr sjö dögum í fimm eftir helgi.

Að sögn Willum verða sóttvarnaaðgerðir ræddar á ríkisstjórnarfundi í dag og í framhaldi af því munu nýjar reglur um einangrun taka gildi, á mánudag.

Hann sagði að hingað til hafi fólk þurft að vera orðið einkennalaust til að útskrifast úr einangrun en þegar nýju reglurnar taka gildi verði fólk að fara varlega og passa upp sig.

„Veikindin fara misjafnlega í fólk þannig að fólk verður auðvitað að fara varlega,“ sagði Willum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing