Auglýsing

Elenora gerir upp eineltið: „Fólki hefur alltaf fundist í lagi að koma með athugasemdir um líkama minn“

„Mig langar oft að taka utan um litlu Elenoru og segja henni að þetta verði allt í lagi, það
verði ekki alltaf svartnætti,“ segir bakarinn Elenora Rós Georgsdóttir sem er í forsíðuviðtali
nýjasta tölublaðs Vikunnar . Eleora skaust upp á stjörnuhimininn þegar hún gaf út
metsölubókina BAKAÐ með Elenoru Rós. Líf hennar hefur þó ekki verið neinn dans á rósum
en hún sér framtíðina bjarta og er með margt spennandi í pípunum.

Elenora fæddist með fæðingargalla sem kallast Omphalocele, en þá eru líffærin útvortis. „Ég
fór strax í aðgerð sem gekk vel en næstu árin var ég inn og út af spítalanum þar sem það
komu upp alls konar fylgikvillar hjá mér og við tóku ýmsar aðgerðir. Ég var líka alltaf mjög
lítil og létt og mér var strítt mjög mikið í grunnskóla fyrir það hvað ég var grönn.“

„Fólki hefur alltaf fundist í lagi að koma með athugasemdir um líkama minn af því að hann er
lítill og grannur, eins og það sé bara viðurkennt í samfélaginu og fólki haldi að það sé
forréttindastaða að vera svona grannur,“ segir Elenora og segir umræðuna oft hafa komið frá
foreldrum skólafélaga hennar. „Fordómarnir gagnvart holdafari mínu byrjuðu greinilega hjá
fullorðna fólkinu sem bar það í börnin sín sem báru það svo í mig. Þetta byrjaði strax í fyrstu
bekkjum grunnskólagöngunnar og hélt áfram þar til henni lauk. Ástandið varð samt langverst
þarna undir lokin í grunnskóla og ég var farin að fá ofsakvíðaköst fyrir sundtíma til dæmis
þar sem ég var svo hrædd við að fá athugasemdir eða vera strítt fyrir örin á maganum og
vaxtarlag mitt. Vinkonur mínar snerust svo gegn mér og þetta var bara orðið alveg hræðilegt
þarna undir lokin.“

Elenora ræðir einnig um burn-out sem hún lenti í síðasta sumar, kórónuveiruna sem hún
veiktist alvarlega af, bakaranámið og starfið sem hún elskar, samkynhneigðina en hún kom út
úr skápnum árið 2020 og fordómana og kjaftasögurnar sem fylgdu í kjölfarið.

„Það fólk sem er í lífi mínu í dag færir mér ljós og gleði, samþykkir mig eins og ég er og
styður mig fullkomlega.“

Hægt er að lesa nýjasta tölublað Vikunnar og viðtalið við Elenoru á áskriftarvef Birtings. Sjö
daga fríáskrift er í boði fyrir nýja áskrifendur.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing