Auglýsing

Kvikmyndasafn Íslands og Bíó Paradís kynna: Bíótekið

Kvikmyndasafn Íslands og Bíó Paradís hefja samstarf um kvikmyndasýningar og viðburðaröð í Bíó Paradís og hefst kvikmyndaveislan næstkomandi sunnudag, 20. febrúar með sýningu á Atómsstöðinni ásamt tvemur sænskum perlum, Jag är Nyfiken (en film i gult) og Fucking Åmål!

Fyrsta sunnudag hvers mánaðar þar eftir verða klassískar íslenskar kvikmyndir sýndar ásamt vel völdum erlendum perlum í samstarfi við Kvikmyndasöfn Norðurlanda. Einnig verður boðið upp á sérstaka viðburði svo sem spurt & svarað þar sem aðstandendur kvikmynda og fræðifólk mun ræða við gesti. Á fyrsta viðburðinum mun Þorsteinn Jónsson leikstjóri ræða við Halldór Guðmundsson rithöfund um Atómstöðina!

Miðar á sýningarnar verða á sérstöku tilboðsverði – 1000 kr. – með það fyrir augum að sem flestir sjái sér fært að mæta sem oftast.

Dagskráin:

20. febrúar

15:00 Show Me Love/ Fucking Amál (1998)

Hlekkur á viðburð

17:00 Atómstöðin (1985) + Q&A Þorsteinn Jónsson, leikstjóri  og Halldór Guðmundsson, rithöfundur

Hlekkur á viðburð

19:30 I Am Curious (Yellow)/ Jag är Nyfiken (en film i gult) (1967)

Hlekkur á viðburð

6. Mars

15:00 Pusher (1996)

Hlekkur á viðburð

17:00 Húsið (1983) + Q&A Egill Eðvarðsson leikstjóri og Snorri Þórisson, kvikmyndaframleiðandi

Hlekkur á viðburð

19:30 Nightwatch/ Nattevagten (1994)

Hlekkur á viðburð

3. Apríl

14:30 Hvíta hreindýrið/The White Reindeer (1952)

Hlekkur á viðburð

16:00 Tilbury (1987) + stuttmynd eftir Viðar Víkingsson: Sérðu ekki hvítan blett í hnakka (1979) + Q&A: Viðar Víkingsson leikstjóri og Ari Eldjárn uppistandari og kvikmyndaáhugamaður

Hlekkur á viðburð

Finnska sendiráðið býður upp á veitingar og móttöku

19:00 The Unknown Soldier (1955)

Hlekkur á viðburð

1 maí

15:00 Oslo. 31.agust (2011)

Hlekkur á viðburð

17:00 Ingaló (1992) + Q&A Ásdís Thoroddsen leikstjóri og Sólveig Arnarsdóttir

Hlekkur á viðburð

Norska sendiráðið býður upp á veitingar og mótttöku

19:30 The Wayward Girl/ Ung flukt (1959)

Hlekkur á viðburð

Frekari upplýsingar á heimasíðu Bíó Paradís.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing