Auglýsing

„Það er aldrei of seint að byrja að hugsa um húðina“

Skrefinu nær unglegri, heilbrigðri húð

ÁRSÓL HÚÐKLÍNIK / REYKJAVÍK GLAM opnaði á vordögum í Grímsbæ í Reykjavík. Blaðamaður kíkti
í heimsókn og hitti eigendurna, Berglindi Guðmundsdóttur og Ýri Björnsdóttur. Nóg var að gera á stofunni, enda Berglind í stuttu stoppi á Íslandi en hún er búsett í Svíþjóð og kemur reglulega til Íslands að sinna viðskiptavinum sínum. Auk þess er hún með umboðið fyrir Trimform á Íslandi, ásamt Ingunni Rögnu Sævarsóttur sem rekur Trimform Ísland og er að sögn Berglindar reyndasti meðferðaraðilinn á Íslandi og sérfræðingur í verkjameðferðum. Berglind hafði því lítinn tíma til að setjast niður og spjalla en Ýr hafði náð að taka frá tíma fyrir viðtal.

Það liggur beinast við að spyrja fyrst hvernig samstarf þeirra Ýrar og Berglindar hafi komið til.

„Við Berglind þekktumst lítillega áður þar sem ég hafði unnið í heildsölu sem Berglind verslaði við. Hún var svo að leita að aðstöðu til að opna stofu hér heima fyrir Reykjavík Glam og ég var sjálf í millibilsástandi, hafði misst vinnuna í samdrætti vegna COVID, þegar Berglind rak augun í að þessi gamla rótgróna stofa væri til sölu. Þar sem stofan var allt of stór fyrir hana eina hafði hún samband við mig og spurði hvort ég væri til í að skoða aðstöðuna þar sem hún væri stödd úti. Ég fór með manninum mínum að skoða og hringdi myndsímtal í Berglindi og okkur leist svo vel á að tveimur dögum síðar, 17. desember í fyrra, vorum við búnar að ákveða að kaupa stofuna og stofna fyrirtækið okkar, 1712 ehf. Það var auðvitað pínu geggjun að opna snyrtistofu í miðjum heimsfaraldri, hvað þá þegar slík þjónusta lá niðri, en þetta var einfaldlega rétta augnablikið fyrir okkur.“

Hlýlegt og fallegt umhverfi

Ýr segir að húsnæðið hefði mátt muna sinn fífil fegurri og þær Berglind hafi því rifið allt út og endurnýjað. „Þegar við Nonni, maðurinn minn, komum hingað fyrst sáum við að það þyrfti mjög mikið að gera fyrir húsnæðið en við sáum mikla möguleika í þessu. Svo þegar við Berglind fengum lyklana afhenta og komum hingað til að kíkja aðeins á þetta saman brettum við upp ermar og byrjuðum bara strax að rífa niður veggi og græja og gera. Maðurinn minn sem kom svo næsta dag spurði hvort við hefðum ekki bara rétt ætlað að svipast um,“ segir Ýr og hlær létt. „Við fengum mikla og góða hjálp frá vinum og vandamönnum í framkvæmdunum en við Berglind hönnuðum þetta allt sjálfar og stóðum hér í vinnugöllunum frá morgni til kvölds en það er auðvitað óskaplega gaman að geta horft hér yfir og hugsað að maður hafi gert þetta allt sjálfur.“ Stofan er einstaklega fallega inn- réttuð og hlýleg og blaðamaður hefur á orði að það komi værð yfir hann þar sem hann situr í þægilegum sófa frammi í afgreiðslu. „Já, við höfum oft fengið að heyra það frá viðskiptavinum okkar,“ segir Ýr brosandi, „og okkur finnst mikilvægt að hafa andrúmsloftið afslappað og þægilegt.“

Voru í sömu pælingum

Ýr lærði snyrtifræði í Bretlandi þar sem hún bjó í tæpan áratug. „Við snyrtifræðingar erum sérfræðingar í stærsta líffæri líkamans, húðinni, og mér hefur alltaf þótt gaman að vinna við þann hluta þar sem árangurinn sést fljótt og vel. Þegar ég bjó í Bretlandi fór ég til dæmis strax í það að læra háreyðingu með laser, sem var þá nýtt á markaðinum. Fljótlega var ég farin að vinna við það frá morgni til kvölds og það gerði mikið fyrir mig að sjá árangurinn og það hversu ánægt fólk var með útkomuna. Til mín komu til dæmis konur með dökkt litaraft og dökk líkamshár, konur sem höfðu jafnvel ekki þorað að vera naktar fyrir framan maka sinn og mér fannst yndislegt að sjá hvernig þær öðluðust sjálfstraust og betri líðan. Mér fannst svo yndislegt að finna að ég var að gera svo miklu, miklu meira en bara veita einhverja létta meðferð eða smávegis dekur. Þess vegna fannst mér svo æðislegt að fara inn í þennan rekstur með Berglindi, sem hefur verið að vinna með fylli- efnin og var í sömu pælingum og ég. Hún vinnur með fylliefnin en ég við aðrar meðferðir. Við leggjum áherslu á öflugar meðferðir sem sýna árangur, fljótt og vel.“

Berglind og Ýr hafa einnig tekið í sölu Exuviance-húðvörur sem Ýr segir vera mjög öflugar.

„Þetta eru amerískar vörur, þróaðar af brautryðjendum á sviði húðlækninga, dr. Van Scott og dr. Yu sem hafa hlotið alþjóðlega viðurkenningu fyrir rannsóknir sínar á AHA-sýrunni þar sem þeir uppgötvuðu eiginleika og mikilvægi hennar fyrir húðina. Exuviance-húðvörurnar innihalda sýrur sem eru ofboðslega öflugar fyrir svo marga þætti sem viðkoma húðinni. Við vildum skapa okkur sérstöðu og taka inn vörur sem væru ekki til sölu hvar sem er en þetta eru snyrtistofu- vörur og fást ekki í apótekum eða stórmörkuðum. Það þarf sérfræðing á bak við þessar vörur og það fannst okkur mjög mikilvægt.“

„Hægt að vinna á til dæmis örum eftir aðgerð og slys“

Á stofunni er boðið upp á ólíkar meðferðir og mikið úrval af áhrifaríkum andlitsmeðferðum. Meðal annars er boðið upp á plasmapen/fibroblast-meðferð, meso-microneedling og fylliefni. „Plasmapen/fibroblast-meðferðin hentar vel til að vinna á grunnum og djúpum hrukkum og slappri húð á afmörkuðu svæði í andliti,“ segir Ýr, „til dæmis á milli augabrúna, á munnsvæði, kinnum eða enni. Meðferðin dregur úr hrukkum og línum, örvar kollagenframleiðslu húðar og hjálpar henni að endurnýja sig, þéttir hana og stinnir og gerir áferð hennar fallegri. Hægt er að taka allt andlitið í þessa meðferð eða ákveðið svæði, eins og til dæmis munnsvæði eða augnsvæði.“

Ýr er að sérmennta sig í plasmapen/fibro- blast-fræðunum hjá virtum alþjóðlegum skóla, Privé Academy, þar sem hún fer dýpra inn í fræðin. „Það er nefnilega hægt að vinna á mörgu öðru en hrukkum og húðþéttingu í andliti, til dæmis örum eftir aðgerð eða slys og acne-örum. Einnig er hægt að fjarlægja litabletti og húðsepa og þétta húð eftir þyngdartap og slit í húð.“

( Þessar myndir tók Ýr af móður sinni eftir plasma/fibroblast-húðþéttimeðferð með níu daga millibili. Lokaárangur kemur fram á u.þ.b. þremur mánuðum, að sögn Ýrar.)

Varafyllingarnar vinsælastar

Einnig er boðið upp á svokallaða microneedling-meðferð, eða örnálameðferð, sem eykur náttúrulega virkni húðarinnar. „Margir sjá árangur eftir fyrstu meðferð,“ segir Ýr, „en kollagenframleiðsla tekur tíma og endanlegur sjáanlegur árangur kemur fram á nokkrum mánuðum. Microneedling hentar vel húð sem er farin að slappast og eldast, til að vinna á hrukkum og fínum línum, örum eftir bólur, stækkuðum svitaholum og upphleyptum örum. Örnálameðferð með ávaxtasýrum er einstaklega öflug meðferð en ávaxtasýrur vinna á efsta húðlaginu og hjálpa til við að bæta alla starfsemi húðarinnar. Meðferðin fjarlægir dauðar húðfrumur, þéttir og örvar endurnýjun húðarinnar og lagar skemmdan húðvef. Húðin styrkist og fær fínlegri áferð. Húðlitur verður jafnari og fínar línur, hrukkur og ör minnka og litablettir og sólarskemmdir dofna. Sýrurnar vinna einnig mjög vel á feitri og/eða bólóttri húð, þar sem sýran er fituleysanleg og hreinsar því vel óhreinindi, stíflur í húðholum, filapennsla og milia korn. Við notum AHA og BHA sýrur sem eru blandaðar með einstökum innihaldsefnum til þess að gera meðferðina mun markvissari. Sýrumeðferðin hentar öllum húðgerðum, einnig allra viðkvæmustu húð, þökk sé PHA (gluconolacton og sodium gluconate) sem vinna á mildari hátt en aðrar sýrur og draga úr óþægindum og roða í húðinni.“

Sem fyrr segir sér Berglind alfarið um fylliefnameðferðirnar. Hún segir varafyllingar vera vinsælastar en einnig sé vinsælt að fá fylliefni í kinnbein, höku og í kringum munnsvæðið. Hún býður einnig upp á Profhilo®, eða „injectable skincare“. „Það gefur okkur ótrúlega gott rakabúst, örvar myndun kollagens og elastíns í húðinni og þéttir hana,“ segir Berglind og er þar með rokin að sinna næsta viðskiptavini.

Vinakvöld og meðferð mánaðarins

Svokölluð vinakvöld hafa fallið vel í kramið hjá vinahópum, að sögn Ýrar. „Við tökum
á móti fjögurra til sex manna vinahópum í tveggja tíma notalega kvöldstund þar sem við bjóðum upp á húðdekur og skemmtilegheit og léttar veitingar í samstarfi við Sætar syndir. Þetta er ekki hugsað sem vörukynning eða sala heldur viljum við bara gefa af okkur og ráðleggja og fræða. Allir í hópnum fá bakka með alls konar dúlleríi; hreinsi, skrúbbi, maska og fleiru úr Exuviance-vöru- línunni og við leyfum fólki að ráða svolítið ferðinni þannig að það má segja að engin tvö kvöld séu eins. Þetta hefur verið virkilega skemmtilegt og gaman að sjá hvað fólk fer héðan ánægt. Vinakvöldin og allar meðferðir er hægt að bóka á heimasíðunni okkar, hudklinik.is, eða í gegnum smáforritin Noona og Fresha. Svo má ekki gleyma meðferð mánaðarins en hennar er alltaf beðið með óþreyju,“ segir Ýr brosandi. „Það er aldrei of seint að byrja að hugsa um húðina. Ekki bíða með það. Byrjaðu strax, þá ertu skrefinu nær unglegri, heilbrigðri húð.“

Kynningin birtist áður í Vikunni.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing