Auglýsing

Ný aukasýning komin í sölu

Laddi 75 – Ný aukasýning!
Laugardaginn 19. mars kl. 16:00
Uppselt á tvær sýningar

Laddi er búinn að fylla Háskólabíó tvisvar og því hefur verið ákveðið að bæta við þriðju sýningunni.

Hún fer fram laugardaginn 19. mars kl. 16 og miðasala á hana er hafin.

Sýningin er blanda af tónlist og gríni; sérstakir gestir koma fram, ásamt stórhljómsveit og óborganlegu karakterarnir hans Ladda, sem þjóðin elskar, kíkja að sjálfsögðu í heimsókn og láta ljós sitt skína.

Athugið að ekki er hægt að bæta við fleiri sýningum.

GESTIR:
– Ari Eldjárn
– Eyþór Ingi
– GDRN
– Margrét EirSérstakur gestur er Þórhallur Þórhallsson, sonur Ladda og einn fyndnasti maður Íslands. Heiðursgestur er Hjörtur Howser, samferðamaður Ladda í tónlistinni síðustu 40 árin.Jón Ólafsson stórnar hljómsveitinni og Gunnar Helgason leikstýrir herlegheitunum.

Svo er næsta víst að ofsalega sérstakir gestir láti einnig sjá sig, hvort sem þeim er boðið eða ekki, en þar erum við að tala um karaktera á borð við Elsu Lund, Martein Mosdal, Eirík Fjalar, Saxa og Magnús Bónda.

Fyrir hlé verður áhersla lögð á grín og glens ein í seinni hlutanum verður farið um víðan völl í tónlistarferli Ladda.

Ljóst er að það stefnir í skemmtilegustu kvöldstundir ársins. Það verður hlegið, tónlistin mun óma og við fögnum öll 75 ára afmælinu saman með þjóðargerseminni Ladda.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing