Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra tilkynnti eftir ríkisstjórnarfund í dag að öllum takmörkunum vegna Covid-19 verði aflétt á miðnætti á föstudag.
Þetta hafði Twitter um málið að segja:
Mikilvægur áfangi að þeim samfélagslegu takmörkunum sem við höfum búið við meira og minna í tvö ár sé aflétt. Hins vegar er Covid ekki búið og margir smitaðir. Förum varlega, pössum uppá hvert annað og sýnum kærleik í umræðunni.
— Víðir Reynisson (@VidirReynisson) February 23, 2022
Það þarf einhver að taka upp heimildarmynd um djammið næstu helgi. Þetta verður eitthvað LA riots dæmi.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) February 23, 2022
Ég er hræddur við þessa helgi.
Jónas Hallgríms á eftir að rísa upp frá dauðum og Margrét Danadrottning á eftir að vera ælandi á klósettinu á Prikinu og Geir Haarde að splæsa í flöskuborð á B5— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) February 23, 2022
Hvern fjandann á ég að gera núna allan daginn?https://t.co/katEaeyYpL
— Sóttólfur ?? (@sottolfur) February 23, 2022
Að aflétta öllu mun drepa fólk.
Sem betur fer verður það bara fólkið sem ríkisstjórnarflokkur nokkur hefur þegar sagt að þyrfti að fækka.— Hans Jónsson ?️⚧️?️??☠️ (@xP_HansJonsson) February 23, 2022
Passa sig í kringum viðkvæma? Hvað ætlar hann að gera? Taka *extra* stóran sveig þegar hann sér fólk í hjólastól?
— Alexandra Dauðyfli ?? (@nornagaldur) February 23, 2022
Það verður hætt með PCR próf og þess í stað verðum við öll skikkuð í samræmd próf 10. bekkjar í íslensku.
Þau sem falla þurfa að fara í einangrun í 6 mánuði— Sófús með ú-i (@sofusarni) February 23, 2022
PSA: Í ljósi afnáms einangrunar vegna C19 þá er vert að hafa í huga að það græðir enginn á því að þú mætir veikur í vinnuna (með Covid eða annað). Við eigum veikindarétt for a reason.
— Nanna Hermannsdóttir (@nannahermanns) February 23, 2022
Við erum semsagt sem samfélag búin að ákveða að sleppa veirunni alveg lausri? Afleiðingin er sú að jafnmargir deyja núna á 2 mánuðum og 22 mánuði á undan. Og við hættum að ræða stöðu viðkvæmra hópa og hendum þeim undir rútuna? Er ég eitthvað að misskilja?
— Gústi Chef (@gustichef) February 23, 2022
Nú fer hver að verða síðastur að henda í „Jæja, þá er veiran skæða mætt á heimilið“ Facebook póst.
Ég legg til að sá síðasti verði hengdur upp á þjóðminjasafninu.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) February 23, 2022
DJAMMAGEDDON!
— Bobby Breiðholt (@Breidholt) February 23, 2022
Landspítali: þetta er mikið álag, við gætum verið að detta á neyðarstig
Willum heilb.ráðh.: blússandi stemmari, ætla að aflétta öllu í síðasta lagi á fössara
???
— Hólmfríður Sigurbjörnsdóttir (@ur_holmfri) February 22, 2022
Allur mannaflinn sem hefur starfað við greiningar og smitrakningu verður færður af COVID göngudeild yfir á Húð&Kyn frá og með föstudegi #afléttingin
— Þórarinn Hjálmarsson CM!OB (@thorarinnh) February 23, 2022
Það að öllu sé aflétt þýðir ekki að heimsfaraldrinum sé lokið heldur er bara búið að ákveða að hætta að spá í þessu, leyfa allri þjóðinni að smitast og sætta sig við fórnarkostnaðinn sem er líf og heilsa fólks ??
— Arna (@arna_kh) February 23, 2022